en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12214

Title: 
 • Title is in Icelandic KEA : ímynd og samfélagsleg ábyrgð
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  KEA var afar umfangsmikið í atvinnurekstri nær alla tuttugustu öldina. Á ýmsu hefur gengið í rekstri félagsins en alltaf hefur stjórnendum tekist að sigla félaginu í gegnum öldurótið og KEA er í dag þriðja elsta fyrirtæki í samfelldum rekstri á Íslandi.
  Undir lok tuttugustu aldarinnar var efnahagsástand á Íslandi erfitt. Háir raunvextir reyndust KEA erfiðir viðfangs á sama tíma og félagið var mjög skuldugt. Þessi staða leiddi til mikilla breytinga á rekstri KEA. Breytingarnar fólust í því að félaginu var skipt upp í hlutafélög – fyrirtækjavæðing KEA hófst.
  Lagt var af stað með tvær rannsóknarspurningar: Hver er ímynd KEA í hugum félagsmanna? Hefur þátttaka KEA í samfélagslegum verkefnum áhrif á ímynd félagsins? Svo bættist þriðja spurningin við: Hefur KEA-kortið áhrif á ímynd KEA?
  Til að svara þessum spurningum var útbúin spurningakönnun og send á alla sem skráðir voru á netfangalista KEA-kortsins eins og hann var í byrjun apríl 2012. Svör bárust frá 1.114 aðilum. Af þeim voru 74% félagsmenn í KEA og eru niðurstöður skýrslunnar unnar út frá svörum þeirra.
  Niðurstöðurnar gefa mjög skýra mynd af ímynd KEA í hugum félagsmanna. Ímyndin verður að teljast góð því 85% félagsmanna telja ímynd KEA vera frekar jákvæða eða jákvæða. Enn afdráttarlausari afstaða kom fram varðandi þátttöku KEA í samfélagslegum verkefnum því rétt tæplega 90% félagsmanna telja hana hafa frekar jákvæð eða jákvæð áhrif á ímyndina.
  Í rannsókninni var einnig könnuð afstaða félagsmanna til KEA-kortsins og hvort kortið hefði áhrif á ímynd KEA. Notkun á kortinu er mjög mikil, 83% félagsmanna nota kortið einu sinni í viku eða oftar. Um aðra þætti sem skoðaðir voru má segja að almennt ríki ánægja með kortið og þá umgjörð sem því er búin.
  Lykilorð: Ímynd, orðspor, samfélagsleg ábyrgð, KEA-kortið, hagsmunaaðili.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til 25.5.2050
Accepted: 
 • Jun 19, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12214


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
KEA, ímynd og samfélagsleg ábyrgð lokaútgáfa.pdf1.88 MBLocked Until...2050/05/25HeildartextiPDF