is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12221

Titill: 
  • Mikilvægi sköpunar í námi barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefnið er vægi sköpunar í listkennslu og í víðara samhengi, hvernig og hvort sköpunarkraftur barna sé nýttur til fulls í kennslu, til dæmis í myndmennt. Farið er yfir hvenær teikningum og myndlist barna var fyrst gefin gaumur og eins kynnt þau fræði sem urðu til varðandi sköpun og hlutverk hennar í þroska hvers einstaklings. Kynntir eru nokkrir fræðimenn sem hafa sett fram mikilvægar kenningar varðandi hlutverk sköpunar í þroska og námi barna og skoðað hvaða hugmyndir þeir hafa á skólakerfinu og námskrám. Sýn listamanna í þessu samhengi er mikilvæg og sagt er stuttlega frá henni. Velt er upp tilgangi myndlistarkennslu og spurt hvert myndlistarkennsla stefni, hvort hún sé á réttri leið sérstaklega með tilliti til frelsis til sköpunar. Bent er á hversu mikilvæg viðbrögð umhverfis varðandi gagnrýni og hvatningu eru börnum, sem gerir þeim stundum erfitt fyrir að sætta sig við mistök sem þó eru svo mikilvægur hluti náms. Sagt er frá kenningum um að skólakerfi okkar sé skipulagt af gamalli hugsun tengdri iðnvæðingunni frá því snemma á síðustu öld og að það jafnvel dragi úr eða kæfi þann sköpunarkraft sem er til staðar hjá nemendum. Kynntar eru megin niðurstöður könnunar sem gerð var á stöðu listgreinakennslu á Íslandi og í framhaldi af því skoðað hvaða aðferðir hafa verið árangursríkar í öðrum löndum, til dæmis í litlu þorpi á Ítalíu. Í seinni hluta ritgerðarinnar er Aðalnámskrá grunnskóla listgreinar skoðuð með tilliti til vægi sköpunar í lýsingum á megin áherslum greinarinnar annars vegar og markmiðum hins vegar og hvort samræmi sé á milli. Sagt er frá nokkrum helstu kennsluaðferðum og síðan frá heimsóknum í kennslustundir í myndmennt í nokkrum skólum á Eyjafjarðarsvæðinu. Að lokum er kynnt skýrsla sem segir frá endurskoðun og umbótum á listgreinakennslu í Ontario fylki í Kanada og hvaða árangri hún skilaði.

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed.Mikilvægisköpunarínámibarna-IBH.pdf491.78 kBOpinnPDFSkoða/Opna