is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12223

Titill: 
 • Vinátta barna: mikilvægi vináttu í þroskaferli barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknarspurningin sem leitast er við að svara er í stuttu máli: „Hvað er vinátta?“ Einnig er sjónum beint að mikilvægi vináttu í þroskaferli barna. Fjallað er um vináttu útfrá sérkennum og birtingarmyndum, með hliðsjón af kynjum og aldri, auk þess er skoðað stuttlega hvaða áhrif skortur á vináttu getur haft á einstaklinga. Rýnt er í valdar kenningar um þroska barna, bæði persónu- og félagsþroska frá fæðingu til unglingsára. Áhersla er lögð á að skoða þessa vinkla saman vegna þess að svo mikil samsvörun er milli félagsþroska og vináttutengsla og byggir þar hvort á öðru. Í framhaldi er svo rýnt í tilgang og markmið leikskólastarfs og hlutverk leikskólakennara þegar kemur að vináttu barna.
  Til að opna glugga inn í íslenskan raunveruleika voru tekin opin viðtöl við tvo leikskólakennara, með ólíka menntun og starfsreynslu, með það að markmiði að fá dálitla innsýn í upplifun þeirra af starfi í leikskólum á Íslandi. Þetta var talið mikilvægt til að auðga og bæta við þær heimildir sem unnið var með, enda að mestu leyti af erlendum toga. Leikskólakennararnir voru spurðir um hvað þeim fyndist felast í vináttu og hvernig mætti að þeirra mati hafa áhrif á, hlúa að og styrkja vináttutengsl barnanna í leikskólanum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að vinátta barna kemur fram með afar fjölbreyttum hætti og er mismunandi eftir kynjum, sem dæmi er ýmislegt sem bendir til að stelpur eigi í betri og traustari vinasamböndum á leikskólaaldri en strákar. Einnig er hægt að draga þá ályktun að leikskólinn og leikskólakennarar leiki afar stórt hlutverk í því að hlúa að og viðhalda vináttu og aðstoða börn við að mynda tengsl frá unga aldri. Tilgangur ritgerðarinnar, var eins og áður sagði, að fjalla um mikilvægi vináttu frá mörgum sjónarhornum. Það er von mín að afraksturinn geti nýst bæði foreldrum og leikskólakennurum í samskiptum þeirra við börnin í lífi og starfi.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper is a final thesis towards B.Ed.-degree at the department of Education at the University of Akureyri. The main subject is formed in the research question: „What is friendship regarding children?“. Furthermore the importance of friendship for children in the important age of pre-school, regarding development, is looked at. Different aspects of friendship are discussed, in relation of age and sex, as well as the serious effects of lack of friendship can have on children. Since there is a great connection between social development and friendship, chosen theories about children´s development, personal as well as social, from birth to the age of teenager are discussed continued by discussion of the meaning of pre-school education in general, and the part the pre-school teachers play in relation to children’s friendships.
  To broaden the view, we learn from two local pre-school teachers what they make of the importance of friendships in children’s life, and how they could best promote children’s friendships. The main conclusions are those that friendship between children is shown in various ways, and there is a difference between boys and girls in relations of friendships. Girls tend to have better and deeper friendship relations than boys in pre-school age. The pre-school education and the pre-school teachers play a very important role for children in establishing and maintaining friendships between each other, from the very beginning of life. The aim of this thesis was to examine friendship from many angles. It is my hope that it can be of some help to teachers and parents regarding their children, both in work and play.

Samþykkt: 
 • 19.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed_ritgerd_vinátta.pdf409.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna