is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12224

Titill: 
  • Einelti og grunnskólakennarinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lögð fram til B.Ed-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er fjallað um einelti í íslenskum grunnskólum og skoðuð hvaða úrræði kennarar hafa til þess að sporna gegn því. Þá er einnig gerð grein fyrir eineltisstefnu Dan Olweus en hún hefur skilað góðum árangri í grunnskólastarfi, bæði í forvarnarskyni og við úrlausnir eineltismála. Þá er til að mynda notaður eineltishringur þar sem nemendur geta staðsett sig með tilliti til þess hvort þeir séu gerendur eða þolendur. Áhugi höfundar á þessu málefni vaknaði í kjölfar mikillar umræðu í þjóðfélaginu um einelti. Einnig vegna reynslu höfundar af einelti innan fjölskyldunnar og hversu lítið var gert í þeim málum af hálfu skólayfirvalda á þeim tíma sem það stóð yfir. Auk þess vaknaði sú spurning hvort kennaranemar fengju fræðslu um einelti og leiðsögn um viðeigandi viðbrögð á meðan námi þeirra stendur.
    Í fræðilegum hluta ritgerðarinnar er fjallað um einelti þar sem gerð er grein fyrir því hvað liggur að baki hugtakinu einelti og hvert sé hlutverk kennara og nemenda, auk þess sem rætt er um hlutverk annarra starfsmanna skólans. Viðtöl voru tekin við grunnskólakennara og þolanda eineltis og unnið úr þeim samkvæmt eigindlegri aðferðafræði. Í ritgerðinni verður gerð tilraun til að svara þeirri spurningu hvort kennarar telji sig hafa næga þekkingu á einelti og hvaða hugmyndir þeir hafa um einelti. Við greiningu viðtalanna kom í ljós að viðmælendur höfundar töldu sig ekki hafa fengið næga kennslu og upplýsingar um viðbrögð við einelti meðan á námi þeirra stóð. Þolandinn sem talað var við telur sömuleiðis að kennarar hafi ekki næga þekkingu til þess að aðstoða þá þegar þeir lenda í einelti. Niðurstöður eru svo ræddar í tengslum við fræðilegan hluta ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einelti og grunnskólakennarinn.pdf435.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna