is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12231

Titill: 
  • Vitsmuna- og félagsþroski : áhrif tónlistar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tónlist er sterk bending í því að færa reynslu úr minningu yfir í meðvitundina og hún hefur tilfinningalega merkingu þar sem hún tengist þýðingarmiklum atburðum í lífi einstaklingsins. Tónlist þarf ávallt að skoða, út frá félagslegum aðstæðum hvers og eins og kenningar fræðimanna um vitsmuna- og félagsþroskann hafa útskýrt hvernig tónlist getur haft jákvæð áhrif á þroska einstaklingsins. Sú hugmynd að tóngáfur séu hliðstæða þroska á öðrum vitsmunum á sér langa sögu. Tónlist ýtir undir allan þroska barnsins og skilningur á tónlist er einn af mörgum þáttum sem myndar vitsmuni þess. Hún eykur því vitsmunalegan sveigjanleika einstaklingsins ásamt því að spila stórt hlutverk í því að mynda og viðhalda félagslegum tengslum, bæði meðal barna og unglinga. Börn prófa mismunandi tóna í gráti og hjali löngu áður en þau byrja að tala og tónlistin gerir líf þeirra frjósamara. Eftir því sem barnið eldist fer það að þróa með sér margbrotnari hugmynd um listina. Unglingar nota tónlist meira til þess að halda félagslegum tengslum og tjá tilfinningar og skoðanir. Tónlistin verður því mikilvægari fyrir persónu- og félagslíf á unglingsárunum og unglingar finna oft fyrir félagslegri hvatningu til þess að hlusta á ákveðna tegund tónlistar. Tónlistin hjálpar því einstakling á unglingsárunum að staðsetja sig í hinum félagslega heimi. Hún hjálpar til við að gera einstaklinginn greindari en hún er samt sem áður ekki töfralausn fyrir einstaklinga sem eiga við vitsmunalega erfiðleika að stríða. Tónlistarmyndbönd geta haft áhrif á skilning félagslegra hugtaka eins og karlmennsku og kvenleika og þar sem þessi skilningur er grundvöllur félagslegs þroska geta tónlistarmyndbönd spilað stórk hlutverk í bæði jákvæðum og neikvæðum áhrifum á félagsþroska. Uppbyggileg athafnarsemi, eins og tónlist og leiklist, getur haft jákvæð áhrif á vitsmunalega og félagslega eiginleika. Tónlist getur því virkað sem efling á félagagslegar og akademískar hliðar einstaklingsins og öll athafnarsemi óskyld námskránni getur haft aukandi áhrif á þroska hans.

  • Útdráttur er á ensku

    Music is a gateway for moving meaningful experiences from the memory to awareness. It has an emotional meaning since it links to significant scenarios in the person’s life. Music must always be studied from the context between the person and the social cicumstances. Theories of cognitive and social development have explained how music can have a positive impact on versatile development. The idea that that musical intelligence parallels other aspects of individual development has a long and respected history. Music encourages all individual development and musical understanding is one of the many aspects that form the person’s intellect. It enhances intellectual flexibility along with playing a big role in creating and maintaining social relation, amongst children and adolescents. Babies experiment with different tones while crying and babbling long before they start talking and music enriches their lives. As the child gets older it starts to shape a more complex image of art. Teenagers use music more for the purpose of maintaining a social nexus and to express their feelings and opinions. Therefore, music becomes more important for personal and social life during adolescence and teenagers often feel a social motivation to listen to a certain kind of music. It helps the individual to position himself in the social world. It provides support in making the individual more cognitively capable but is no magical solution for people who struggle with subjective problems. Music videos can affect a person’s understanding of social concepts like virility and femininity and since this understanding is the foundation of social development, music videos can have a profound affect, both positive and negative. Constructive activities, like music and theatrical acting, can have a positive influence on both cognitive and social abilities. Thus, music can work as reinforcement on the individual’s social and academic aspects and every activity unconnected to the curriculum can increase the person’s development.

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka prufa loka.pdf280.8 kBOpinnPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Þetta er rétt skrá, ekki sú fyrri.