en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12233

Title: 
 • Title is in Icelandic "Mér líður illa, ég get bara ekki útskýrt það" : líðan barna með áráttu og þráhyggju
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerð þessi er lokaritgerð til B.Ed. prófs í kennarafræðum og fjallar um líðan barna í grunnskóla með áráttu- og þráhyggju, sem er kvíðaröskun. Skoðað er hvaða áhrif árátta- og þráhyggja hefur á líf barna í grunnskóla og stuttlega fjallað um hvaða viðhorf og bjargir verða að vera til staðar í grunnskólum fyrir þessa nemendur. Einnig er fjallað stuttlega um þann aðbúnað í grunnskólum sem nauðsynlegur er fyrir nemendur með sérþarfir, eins og til dæmis sérþekkingu starfsfólks sem og raskanir sem tengjast áráttu og þráhyggu. Í lok ritgerðarinnar er frásögn aðstandenda barna með röskunina.
  Orsakir áráttu- og þráhyggju eru líffræðilegar. Um er að ræða einhvers konar truflun á boðefnum í heila og talið er að erfðir eða áföll geti verið orsakavaldar. Um það bil eitt af hverju hundrað börnum er með röskunina. Stundum fylgja annars konar vandamál áráttu- og þráhyggju, svo sem Tourette heilkenni, athyglisbrestur með eða án ofvirkni, kvíði, mótþróa- og þrjóskuröskun eða þroskahömlun.
  Mikilvægt er að starfsfólk grunnskóla sé vakandi um einkenni kvíðaraskana en kvíði og ótti er stór þáttur áráttu- og þráhyggjuröskunar. Mikilvægt er að auka þekkingu á þessari tegund kvíðaröskunar svo hægt verði að grípa í taumana snemma til þess að draga úr alvarleika einkenna og auka lífsgæði barnanna.
  Fræðimenn hafa sýnt fram á að viðhorf fólks og skilningur á áráttu- og þráhyggju virðist almennt mjög takmarkaður og má ætla að stærsta vandamálið sé þekkingarleysi. Telja má að mögulegt sé að bæta úr þessu með samstilltu átaki, aukinni fræðslu og umræðu svo vinna megi gegn neikvæðum viðhorfum og jafnvel þröngsýni og bæta þá um leið lífsgæði barna sem glíma við þessa röskun.

Accepted: 
 • Jun 20, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12233


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.Ed..pdf433 kBOpenPDFView/Open