is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12235

Titill: 
  • Að fá barn til þess að brosa : sérþarfir barna með ADHD - samskipti heimila og skóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar B.Ed.-ritgerðar er samstarf foreldra barna með ADHD og skóla. Tilgangurinn með ritgerðinni var að leitast við að svara því hvernig hægt er að stuðla að árangursríku foreldrasamstarfi í grunnskóla með velferð barna með ADHD í huga. Leiða má líkum að því að jákvæð og uppbyggileg samskipti heimila og skóla geti haft áhrif á líðan barna. Í þessari heimildaritgerð er fjallað um ADHD, sem heitir á íslensku athyglisbrestur, með eða án ofvirkni, hvað veldur röskuninni, einkenni og fylgikvilla. Fjallað er um aðalnámskrá, samninga, lög og reglugerðir er varða rétt barna til náms, ásamt fræðilegri umfjöllun um mikilvægi góðra samskipta á milli heimila og skóla.
    Stöðugt er leitað nýrra leiða til þess að bæta samskipti heimila og skóla en samstarf foreldra og skóla felst fyrst og fremst í mannlegum samskiptum. Árangursríkt samstarf byggir á gagnkvæmri virðingu og eðlilegum tjáskiptum. Horfa þarf á hlutverk og skyldur foreldra og skólans til þess að samstarfið sé sem farsælast. Báðir aðilar þurfa að leggja sig fram um það að ræða málin til enda og finna lausnir sem allir geta sæst á. Helstu niðurstöður eru þær að með virku samstarfi á milli heimila og skóla séu meiri líkur á góðum námsárangri og líðan verði betri. Meginábyrgðin í góðu samstarfi liggur hjá skólum landsins og það er þeirra að efla gott samstarf við foreldra og þá sérstaklega með velferð nemenda í huga. Ýmis úrræði eru í boði fyrir foreldra barna með ADHD og má þar nefna Sjónarhól sem er ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir, ADHD samtökin og stuðningsúrræði innan hvers skóla.

  • Útdráttur er á ensku

    This B.Ed thesis is on the working relationship between the compulsory school and parents of children with ADHD. The thesis seeks answers tothe question of how to implement an effective parents and school cooperation for the benefit of ADHD children. It is plausible that constructive communication between the two can influence the well-being of children. The thesis is on ADHD, including causes, symptoms andcomplications. The national curriculum and treaties are covered, as well as laws and regulations relating to the right of children to an education. Also covered are theoretical studies of the importance of constructive interaction between parents and schools. New ways to improve communication are constantly being sought as the cooperation of schools and parents is first and foremost based on human interaction. An effective cooperation is based on mutual respect and effortless communication. If the cooperation is to succeed, the position and duties of both parties must be considered and respected. All matters must be discussed until they are fully resolved and both parties accept the solution. The main conclusion is that an active cooperation between parents and school is likely to result in better grades and happier pupils. The compulsory school carries most of the responsibility for ensuring a good working relationship with the parents and thus making the pupils better off. Various resources are available for parents of ADHD children, including but not limited to Sjónarhóll, a consulting center for parents of children with special needs, the Icelandic ADHD organization and various support options within each compulsory school.

Samþykkt: 
  • 20.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðloka.pdf599.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna