en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12236

Title: 
 • Title is in Icelandic Foreldrasamstarf í grunnskólum : aukin aðkoma foreldra að skólastarfinu
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessu lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennslufræðum við Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri er fjallað um samstarf heimila og skóla í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt að breytinga er þörf og mikilvægt í því sambandi að auka hlutdeild foreldra í námi barna þeirra. Virkni foreldra hefur ekki verið sem skyldi og ýmsar ástæður eru taldar liggja þar að baki. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvaða leiðir eru líklegar til árangurs svo auka megi þátttöku foreldra í skólastarfinu. Rýnt verður í heimildir til að kanna vilja og viðhorf foreldranna sjálfra. Út frá því verður hugleitt hvort tækifærin liggi í að auka komu þeirra á vettvang til nemenda eða hvort vænlegra sé til árangurs að bjóða foreldrum upp á fræðslu um uppeldisþætti, lög og reglugerðir svo þeir geti betur staðið við bakið á börnum sínum í náminu.
  Joyce L. Epstein hefur sett fram hugmyndir um árangursríkar leiðir í formi framkvæmdaáætlunar og Ingibjörg Auðunsdóttir reyndi þessa áætlun í íslenskum skóla. Í kjölfarið jókst samstarf heimilanna við skólann og foreldrar urðu mjög virkir í samvinnunni. Til að auka megi hlutdeild foreldra er mikilvægt að koma til móts við þá með þeirra þarfir í huga. Í þeim rannsóknum sem hér eru skoðaðar kemur skýrt fram að foreldrum finnst vanta meiri upplýsingagjöf frá skólunum til heimilanna. Birna María Svanbjörnsdóttir komst að því með rannsókn á viðhorfi foreldra til stuðnings við foreldrahlutverkið, að þeir vilja aukna fræðslu. Í lok verkefnisins eru settar fram nokkrar hugmyndir um samstarf heimila og skóla, sem unnar eru út frá þeim upplýsingum sem vinna við ritgerðina hefur leitt í ljós. Hugmyndabankinn gæti nýst skólastjórnendum, kennurum og jafnvel foreldrum til að skipuleggja samstarf sem leiðir til aukinnar þátttöku foreldra í námi barna þeirra.

 • In this thesis for a B.Ed. degree in Pedagogy at the School of Humanities and Social Sciences at the University of Akureyri, the co-operation between home and elementary schools in Iceland is studied. Studies have shown that changes are needed and necessary to widen parental participation in the studies of their children. Parental functionality has not been up to par and various reasons are said to be behind that. In this thesis, the answers to what could be the most efficient way to increase the parental participation in school are sought. Sources are studied to detect the will and attitude of the parents themselves. The study considers whether the opportunities lie in increasing the participation of parents in the classroom, or whether the prospects for success are to offer the parents some information on educational aspects, laws and regulations so they can better support their children in their studies.
  Joyce L. Epstein has introduced ideas for effective plan of implementation which has been put into action by Ingibjörg Auðunsdóttir at an Icelandic elementary school. The result was that the collaboration between households and schools grew stronger and the parents became very active in that collaboration. To increase the parent´s involvement, it is important to take their needs into consideration. In the studies reviewed, it becomes clear that the parents want to receive more information from the school. Birna María Svanbjörnsdóttir studied parent’s attitudes towards support in parenting and found out that parents want increased instructions regarding their role as parents. At the end of the thesis, some ideas are introduced to enhance the collaboration between households and schools. Those ideas could prove useful to principals, teachers and parents to organize more effective collaboration leading to increased participation of parents in the education of their children.

Accepted: 
 • Jun 20, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12236


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.Ed. ritgerð Bylgja Finnsdóttir og Jóhanna Þorvaldsdóttir.pdf560.59 kBOpenHeildartextiPDFView/Open