is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12242

Titill: 
  • Hreyfing og mataræði leikskólabarna
Skilað: 
  • Maí 2012
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður skoðað hversu mikilvægt er að gefa börnum á leikskólaaldri holla fæðu og einnig mikilvægi hreyfingar barna. Síðan verður fjallað um það starf sem unnið er á heilsuleikskólum. Það hefur verið mikil vakning meðal fullorðinna um að börn á leikskólaaldri fái rétta næringu og næga hreyfingu. Mikil þörf virðist vera á að fræða leikskóla og þá sem koma að daglegu starfi barna um hversu mikilvægt er að þau fái hollan, góðan og næringarríkan mat. Engu að síður á hreyfing barna að vera í samræmi við þann aldur og getu barnsins. Margar rannsóknir hafa verði gerðar á mataræði og hreyfingu barna, niðurstöður þeirra benda eindregið til að offita fari ört vaxandi og að margskonar erfiðleika s.s athyglisbrest, ofvirkni og fleira megi rekja til þess mataræðis sem börn neyta daglega. Ritgerðinni er skipt í fjóra kafla. Fyrsti kaflinn er um mikilvægi næringar og heilbrigði barna og einnig offitu barna sem er ört vaxandi heilbrigðisvandamál. Í kafla tvö verður farið yfir mikilvægi hreyfingar barna og hvaða áhrif hreyfingarleysi hefur á börn. Í kafla þrjú verður farið yfir mataræði leikskólabarna og hversu mikilvægt sé að þau fái hollan og næringarríkan mat. Í fjórða kafla verður farið yfir upphaf heilsuleikskóla á Íslandi og áherslur sem heilsuleikskólar eru með um hollt mataræði og aukna hreyfingu barna.

  • In following essay the importance of healthy diet and phisical exercise for childrens, which are within kindergarten age, are studied as well as review of processes and performance of health kindergarten. Parents have been giving the subject of children getting the right nutrition and adequate excercise increased attention over the last few years. There seems to be a growing need of education within the kindergarten institutions and of their personell of the importance of the children consuming good, healthy and nutritious food. Nevertheless, an excercise should compliance with the age and capability of each child. Many research have been conducted on childrens diet and excercise. The results strongly indicate that obesity is growing rapidly with a concequences such as ADD and hyperactivity among other things can be related to the children daily diet. This essay contains 4 chapters. The first chapter concerns the importance of nutrition and children‘s health as well as obesity which has become a growing health care issue. The second chapter concerns the importance of excercise and how a lack of excercise can effects children in negative way. The third chapter concerns kindergarten‘s diets and how important it is that the children consume healty and nutritious food. In the fourth chapter the start of the health kindergartens is reviewed as well as their emphasis on a healthy diet and increased excercise for the children.

Samþykkt: 
  • 20.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfing og mataræði leikskólabarna.pdf447.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna