is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12243

Titill: 
  • Máltaka og lestur fyrir börn : hver eru tengsl máltöku og lesturs fyrir börn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í kennaradeild við Háskólann á Akureyri vorið 2012. Fjallar hún um máltöku barna og mikilvægi þess að lesa fyrir börn.
    Máltaka barna er regluleg og stigbundin en máltökuskeiðinu er skipt í sex þrep. Talað er um markaldur í máltöku en það er tímabilið frá fæðingu og fram að kynþroska. Það er talið skipta miklu máli að börn læri tungumálið sitt á þessum markaldri. Mikilvægt er að þekkja máltökuferli barna og þróun málþroskans því málþroskinn er eitt það mikilvægasta sem á sér stað á leikskólaaldrinum.
    Flestar rannsóknir um lestur koma inn á það hversu mikilvægt er lesa að fyrir börn. Það skiptir miklu máli að byrja að lesa strax við fæðingu og halda því áfram fram á unglingsárin. Því meira sem lesið er fyrir börn þeim mun betur gengur þeim að tileinka sér tungumálið. Með því að lesa fyrir börn er verið að leggja góðan grunn að lestrarkunnáttu þeirra síðar á lífsleiðinni sem og námi almennt. Börn þurfa að sjá fullorðið fólk lesa svo þau sjái hversu skemmtilegt og eftirsóknarvert það getur verið. Sá sem les fyrir barn þarf að hafa gaman af lestrinum ekki síður en barnið því börn eru fljót að finna ef verið er að lesa af skyldurækni. Nauðsynlegt þykir að skapa umræður um efni bókarinnar með því að spyrja barnið opinna spurninga og einnig á að útskýra erfið orð og hugtök fyrir barninu. Lestur eflir máltöku, bætir málskilning, eykur orðaforða og sjálfstæða hugsun og undirbýr þannig börn fyrir frekara nám í framtíðinni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er læst til 16.1. 2014
Samþykkt: 
  • 20.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni B.Ed. LOK0155 - Efnisyfirlit.pdf344.52 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni B.Ed. LOK0155 - Heimildaskrá.pdf319.12 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni B.Ed. LOK0155 - Máltaka og lestur fyrir börn.pdf882.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið er lokað