is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12246

Titill: 
 • Lífsgæði, einkenni, líðan, meðferðarheldni og ánægja með nýja þjónustu meðal sjúklinga sem fá krabbameinsmeðferð í töfluformi. Rannsóknaráætlun
 • Titill er á ensku Quality of life, symptoms, condition, medication adherence and saticfation with new service among patient who will receive cancer treatment in tablet form. Research protocol
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Einstaklingum sem greinast með krabbamein fer sífellt fjölgandi og með aukinni þekkingu, bættri greiningu og meðferð hafa lífslíkur þeirra aukist til muna.
  Síðastliðinn áratug hefur þróun krabbameinslyfja í töfluformi verið mikil. Talið er að sú þróun haldi áfram og í komandi framtíð verði mörg lyf eingöngu framleidd á þann hátt. Umhverfi sjúklings sem fær lyfjameðferð í töfluformi breytist á þann veg að meðferðin færist að miklu leyti frá spítala á heimili sjúklingsins. Ábyrgð og stjórnun á meðferð hvílir að mestu á sjúklingnum sjálfum og aðstandendum hans og getu þeirra til að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp. Erlendar rannsóknir sýna að meðferðarheldni þessa sjúklingahóps er á bilinu 55–80%. Vaxandi áhugi er bæði erlendis og hér á landi að kanna hvaða þættir hafa áhrif á meðferðarheldni og hvernig megi þróa
  árangursríka þjónustu fyrir þennan hóp. Tilgangur þessa verkefnis er að setja fram tillögu að þjónustuferli fyrir þennan sjúklingahóp og að hanna rannsóknaráætlun um mat á lífsgæðum,
  einkennum, líðan, meðferðarheldni og ánægju með þjónustu þeirra sjúklinga sem fá krabbameinsmeðferð í töfluformi á LSH. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur verkefnis er Einkennameðferðarmódelið (The Symptom Management Model) og
  er uppbygging verkefnis út frá lykilþáttum þess. Tillaga um þjónustuferli byggist á þeirri þekkingu sem til er um mikilvæga þjónustu fyrir krabbameinssjúklinga sem fá krabbameinsmeðferð í töfluformi. Í meginatriðum felst þjónustan í sjúklingafræðslu, einkennamati og -meðferð, stuðningi, eftirliti með meðferðarheldni og eftirfylgd hjúkrunarfræðinga. Rannsóknarsnið verður megindlegt, lýsandi fyrir og eftir íhlutun. Lagt verður mat á lífsgæði, einkenni,líðan, meðferðarheldni og ánægju með þjónustu. Þátttakendur verða krabbameinssjúklingar sem hefjakrabbameinstöflumeðferð með Xeloda, Sudent og Votriet og koma á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Niðurstöður geta gefið vísbendingar um lífsgæði, líðan og þarfir þessa sjúklingahóps ásamt fýsileika þess að bjóða upp á ákveðna og skilgreinda þjónustu og hjúkrunarmeðferð.

 • The number of patients diagnosed with cancer is constantly rising and with improved knowledge, better diagnosis and treatment, their life expectancy has increased greatly. In the last decade there have been great developments in cancer treatment. It is thought that this development will continue and that in the
  future many treatments will be in tablet form entirely. By using medication in tablet form patients can be treated mainly at home, instead of in the hospital. The responsibility and management of the treatment then lies primary with the patients, their relatives and in their capability to handle situations that may occur along the way. Foreign studies indicate that medication adherence for home patients is around 55-80%. There is growing interest both at home and abroad to examine which factors affect medication adherence and how to develop a successful service for this patient group. The aim of this paper is to suggest a service program for this patient group and to propose a research protocol for evaluating the quality of life, symptoms, condition, medication adherence and the service satisfaction of patients who will receive cancer treatment in tablet form at LSH and receive support through this new service program. The theoretical background of this project is The Symptom Management Model and the projects structure is based on its key components.
  The recommendation for the service process is based on the current knowledge of important needs of cancer patients who receive treatment in tablet form. The core of this service is patient instructions, symptom evaluation and treatment,
  support, control of medication adherence and follow up provided by nurses. The research format will be quantitative, pre-post test with data collected before and after the intervention. The outcomes assessed will be quality of life, symptoms,
  condition, medication adherence and satisfaction with the service. Participants will be cancer patients that start their tablet-form treatment with Xeloda, Sudent and Votriet and will be attending the oncology outpatient clinic at Landspítalinn.
  The conclusion may give us an indication of the quality of life and condition of this patient group as well as the possibility of offering a specific and defined service and nursing treatment.

Samþykkt: 
 • 20.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12246


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrefna Magnúsdóttir, masterritgerð 2012.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna