is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12247

Titill: 
  • Áhrif umhverfisógnar á efnishyggju. Leiða óttaboð um umhverfisógn til aukinnar efnishyggju?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þar sem loftslagið er stöðugt að breytast og ljóst þykir að hegðun manna gerir illt verra, er mikilvægt að efla ábyrga umhverfishegðun hjá fólki. Tilraunir til þess hafa gengið misvel, enda er umhverfisvæn hegðun þvert á ríkjandi gildi í hinum vestræna heimi; efnishyggju. Efnishyggið fólk telur að efnisleg gæði færi þeim hamingju en ótal rannsóknir sýna að svo er ekki. Til að sporna við frekari útbreiðslu efnishyggju hafa orsakir hennar verið allnokkuð rannsakaðar. Niðurstöður þeirra rannsókna eru að ógn og óöryggi geti aukið efnishyggin gildi. Ógnun og óttaboð hafa mikið verið notuð til þess að beina athygli fólks að loftlagsbreytingum og afleiðingum þeirra. Í þessari rannsókn verður því skoðað hvort sú aðferð sé að hafa þau áhrif að efnishyggja, og þar af leiðandi umhverfisvandinn, aukist. Gerð var tilraun með samanburði tveggja hópa, annar (n = 79) las ógnvekjandi texta um umhverfisvandann en hinn (n = 85) las vongóðan texta. Niðurstöður sýndu, þvert á tilgátur, að umhverfisógn dregur úr efnishyggju. Niðurstöðurnar gagnast þeim sem vinna að stefnumótun í umhverfismálum og hrekja ríkjandi skoðun fræðimanna að hverskyns óöryggi leiði til efnishyggju.

Samþykkt: 
  • 20.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif umhverfisógnar á efnishyggju.pdf568.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna