is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12248

Titill: 
 • Fjölskylduhjúkrun á Barnaspítala Hringsins, aðlögunarleiðir og lífsgæði foreldra. Þversniðsrannsókn
 • Titill er á ensku Parents perception of coping and quality of life in paediatric nursing
Skilað: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Rannsóknir hafa sýnt að sjúkrahúsinnlagnir barna, skipulagðar eða óvæntar, valda álagi í fjölskyldum. Á Barnaspítala Hringsins hefur verið innleidd fjölskylduhjúkrun sem felst í stuttum meðferðarsamtölum við fjölskyldur. Aðferðin byggir á hugmyndafræði Calgary- fjölskylduhjúkrunar. Markmiðið var að auka gæði hjúkrunar fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna upplifun foreldra á Barnaspítala Hringsins af stuðningi og fræðslu frá hjúkrunarfræðingum, auk þess að kanna aðlögunarleiðir og heilsutengd lífsgæði foreldra.
  Rannsóknarsniðið er megindlegt lýsandi þverskurðarsnið. Þátttakendur voru þægindaúrtak foreldra 123 barna sem fengu heilbrigðisþjónustu á BH. Svörun var 49% (n=60). Við gagnaúrvinnslu var notuð lýsandi- og ályktunartölfræði. Foreldrarnir svöruðu þremur spurningalistum um: stuðning og fræðslu hjúkrunarfræðinga við fjölskyldur, aðlögunarleiðir foreldra og lífsgæði fjölskyldunnar.
  Helstu niðurstöður eru þær að foreldrar barna með langvinn veikindi upplifa marktækt betri heildarstuðning og hugrænan stuðning en foreldrar barna með skemmri veikindi. Foreldrar sem höfðu fengið fræðslu um sjúkdóm barns upplifðu marktækt betri heildarstuðning, tilfinningalegan og hugrænan stuðning samanborið við hina er ekki höfðu fengið fræðslu. Foreldrar sem glíma sjálfir við alvarleg veikindi, eða aðrir í þeirra fjölskyldu, upplifa marktækt verri heildarstuðning, tilfinningalegan stuðning, sem og marktækt verri fjölskyldusambönd en þar sem engin annar er veikur. Foreldrar sem hafa verið oftar en einu sinni með barnið sitt á sjúkrahúsinu höfðu marktækt meiri áhyggjur af barninu en hinir sem eru þar í fyrsta sinn. Einstæðir foreldrar meta félagslega líðan sína marktækt verri en giftir foreldrar. Foreldrar sem höfðu þörf fyrir stuðning frá fagfólki mátu marktækt verri tilfinningalega líðan sína og höfðu meiri áhyggjur af barninu en hinir sem þurfa ekki á stuðning að halda.
  Rannsóknarniðurstöðurnar gefa hjúkrunarfræðingum á barnasviði tilefni til að álykta að fræðsla til foreldra barna á spítalanum, hafi áhrif á og bæti upplifun foreldra af stuðningi. Einnig má álykta að sérstaklega þurfi að hlúa að foreldrum barna þar sem veikindi eru þegar til staðar í fjölskyldunni. Jafnframt að tilfinningaleg líðan og áhyggjur foreldra hafi áhrif á þörf þeirra fyrir stuðning frá fagfólki.
  Lykilorð: Foreldrar, börn, sjúkrahúsinnlögn, barnahjúkrun, fjölskyldu-hjúkrun, fjölskyldustuðningur, aðlögunarleiðir og heilsutengd lífsgæði.

 • Útdráttur er á ensku

  Research studies have showed that childrens admission to hospitals, unplanned or planned, causes strain in families. At the children hospital Hringurinn (BH) in Iceland, family nursing has been implemented with short therapeutic conversations with families. The method is based on the ideology of Calgary- family nursing. The goal was to increase the quality of nursing for children and their families.
  The purpose of this research was to explore the perception of parents at the children hospital (BH) of support and education from nurses, to explore their coping patterns and health related quality of life.
  The research design is quantitative cross sectional. The participants were convenience sample of 123 parents of children who obtained health care service at the BH. The response rate was 49% (n=60). In data analysis were used both descriptive and inferential statistics. The parents answered three questionnaires: the Ice Family Perceived Support questionnaire (ICE-PFSQ), about support and education perceived from nurses, the Coping Health Inventory for Parents (CHIP), about coping patterns of families of children with long term illnesses and the PedsQL Family Impact Module, about the impact of long term illnesses on families.
  The main results are that parents of children with long term illnesses perceive significantly better total support and educational (cognitive) support from nurses compared to parents of children with short term illnesses. Parents who had received education about their child illness perceived significantly better total support, educational support and emotional support from nurses than parents who had not received education about their child illness. Parents who them self had long term illness or others in their families reported significantly worse total support, and emotional support from nurses and also significantly worse family relationships than in families where no one else had long term illness. Parents of children who had been hospitalized once or more in the past had significantly more worries than parents who were experiencing hospitalization for the first time. Social functioning of single parents was significantly worse than of parents who were married. Parents who needed support from professionals at the answering time had significantly worse emotional functioning and more worries than the parents who did not need support at the answering time.
  The research results give pediatric nurses at BH a reason to infer that education to parents at the hospital has impact on and improves parent perception of support. Likewise it can be concluded that it is important to nurture parents of children where there are already illnesses in the family surroundings. Likewise emotional well being of parents and more worries have impact on their need for support from professionals.
  Key words: Parents, children, hospital admission, pediatric nurses, family nursing, families support, coping patterns and health related quality of life.

Samþykkt: 
 • 20.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS _lok_skemma.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna