is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12251

Titill: 
  • Rannsóknaráætlun um forprófun á íslenskri útgáfu einkennamatstækisins Edmonton Symptom Assessment Scale (ESASr)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kerfisbundið mat á einkennum hjá sjúklingum með krabbamein er mikilvægt og þörf er á að efla það í klínísku starfi. Til að það sé hægt er nauðsynlegt að hafa áreiðanleg og réttmæt matstæki sem auðvelda sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki að leggja mat á einkenni. Tilgangur verkefnisins var að vinna rannsóknaráætlun um mat á próffræðilegum eiginleikum nýrrar útgáfu einkennamatstækisins Edmonton Symptom Assessment Scale (ESASr), en eldri útgáfa þess hefur verið í notkun á Landspítalanum frá árinu 2000. ESAS er einþátta einkennamatstæki og var þróað til að meta styrk níu algengra einkenna hjá krabbameinssjúklingum. Einkennin eru verkur, þreyta, ógleði, þunglyndi, kvíði, syfja, matarlyst, mæði og vellíðan/vanlíðan. Auk þess getur sjúklingur bætt við einkenni að eigin vali. Styrkur einkenna er metinn á tölukvarða frá 0–10. Yfirlit erlendra rannsókna á áreiðanleika og réttmæti ESAS frá árunum 1991–2011 sýnir að innri áreiðanleiki hefur verið á bilinu 0,75–0,89. Réttmæti ESAS hefur verið metið með innihalds–, hugtaka– og viðmiðsbundnu réttmæti. Árið 2011 voru birtar niðurstöður erlendra rannsókna á samanburði ESAS við endurskoðaða útgáfu þess (ESASr) þar sem meginniðurstaðan var sú að marktækt fleiri sjúklingar vildu nota ESASr umfram ESAS. Í ljósi þessa endurskoðaði Líknarráðgjafateymi Landspítalans ESAS og þýddi ESASr sem ætlunin er að forprófa.
    Rannsóknaráætlunin í þessu verkefni um forprófun ESASr gerir ráð fyrir að gögnum verði safnað frá 150 sjúklingum með krabbamein á fimm deildum Landspítala með þversniðs þægindaúrtaki frá hausti 2012. Lagðir verða fyrir spurningalistar með bakgrunnsbreytum, matstækjunum (ESASr og MDASI) ásamt spurningum um fýsileika. Metin verður innri áreiðanleiki ESASr og til að meta samtímaréttmæti verður gerður samanburður á fylgni ESASr við annað sambærilegt einkennamatstæki, MDASI, sem hefur verið forprófað í íslenskri útgáfu. Rannsókninni er ætlað að styrkja þann vísindalega grunn sem notkun ESASr til mats á einkennum krabbameinssjúklinga byggir á, hvort heldur sem er í klínískri vinnu eða í rannsóknum.
    Lykilorð: ESAS, ESASr, krabbamein, einkennamat, einkenni

Samþykkt: 
  • 21.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms.Halla Grétarsdóttirendanleg.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna