en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12254

Title: 
  • Title is in Icelandic Frammistaða og þátttaka kvenna í íþróttum. Tilkoma og áhrif staðalmynda
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar var að sýna fram á að staðalmyndaógn (stereotype threat) frekar en félagsleg auðveldun (social facilitation) hafi áhrif á þátttöku og frammistöðu kvenna í karlmannlegum íþróttum. Forathugun (N = 66) sýndi að sipp er hvorki talin kvenleg né karlmannleg æfing og bekkpressa er talin karlmannleg æfing. Því var spáð að vegna félagslegrar auðveldunar myndu þátttakendur standa sig betur í sippi í hóp frekar en ein og karlar standa sig betur í bekkpressu í hópi en einir. Reynt var að virkja staðalmyndaógn hjá konum þegar meta átti þær í bekkpressu innan um karla og því spáð að í kjölfarið myndu þær standa sig verr í bekkpressu innan um karla en innan um konur. Því var spáð að konur myndu mælast hærri á líkamskvíða og matskvíða en karlar. Þátttakendur voru 114 nemendur við Menntaskólann á Akureyri. Ekki kom fram munur á frammistöðu í sippi eða bekkpressu eftir því hvort þátttakendur voru metnir einir, í hópi af sama kyni eða í hópi beggja kynja. Konur kusu hins vegar sjaldnast að taka þátt í bekkpressu og sippi innan um karla auk þess skoruðu þær marktækt hærra á matskvíða og líkamskvíða en karlar.

Accepted: 
  • Jun 22, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12254


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
haskolaprent.pdf485.26 kBOpenHeildartextiPDFView/Open