en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12256

Title: 
  • is Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Rosenberg kvarðans
  • Psychometric properties of the icelandic version of the Rosenberg Self-Esteem Scale
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • is

    Kannaðir voru próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Rosenberg kvarðans (Rosenberg Self-Esteem Scale) í sex mismunandi úrtökum; hópi 402 kvenstúdenta, 2422 þungaðra kvenna, 53 fanga, 113 vímuefnasjúklinga, 91 manns með athyglisbrest með ofvirkni og 63 manna á lögreglustöð. Rosenberg kvarðinn mælir almennt sjálfsálit (global self-esteem) sem vísar til þess heildar viðhorfs sem fólk hefur á sjálfu sér, bæði jákvætt og neikvætt. Gerð var leitandi þáttagreining (exploratory factor analysis) til að kanna þáttabyggingu Rosenberg kvarðans í úrtaki þungaðra kvenna og kvenstúdenta og reyndist dreifing atriða í báðum hópum vera best lýst með einum þætti. Í þeim úrtökum sem ekki höfðu nægan fjölda þátttakenda fyrir þáttagreiningu var gerð atriðagreining og reyndist fylgni atriða við heildartölu kvarða almennt vera viðunandi. Innri áreiðanleiki (alfa) reyndist mjög góður í öllum úrtökum (α=0,87–0,93). Samleitniréttmæti Rosenberg kvarðans var kannað með fylgni (pearson correlation) við aðrar skyldar hugsmíðir. Eins og búist var við hafði Rosenberg kvarðinn neikvæða fylgni við lista sem mæla þunglyndi (BDI, DASS), kvíða (BAI, DASS), streitu (DASS) og lotugræðgi (BULIT-R) en jákvæða fylgni við mælingar á lífsgæðum (QOLS). Niðurstöður rannsóknar benda því til að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Rosenberg kvarðans séu ásættanlegir í þessum hópum.

Accepted: 
  • Jun 22, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12256


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
RosenbergCandPsychRitgerd.pdf491.99 kBOpenHeildartextiPDFView/Open