is Íslenska en English

??? (vantar ItemDisposition) ???

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12259

Titill: 
  • Flæði í leikskóla
Útgáfa: 
  • Maí 2012
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni, sem lögð er fram til B.Ed.-gráðu við Háskólann á Akureyri, verður fjallað um flæði í leikskólum. Leitast er eftir að svara spurningunum hvað er flæði og hvernig það birtist í leikskólastarfi? Varpað verður ljósi á aðferðafræðina flæði, sem sálarfræðingurinn Mihaly Csikszentmihalyi setti fram. Skoðuð verða tengslin á milli flæðis og annarra hugtaka eins og jákvæðrar sálfræði og lýðræðis. Starf leikskólakennarans er mikilvægt í flæðinu, en farið verður yfir hans hlutverk og hvað sé gott fyrir hann að hafa í huga í starfi sínu. Leikur barnanna sýnir fram á gildi hans fyrir börnin og hversu mikilvægt það er fyrir þau að fá næði til að nálgast leikinn. Farið verður yfir leik barnanna í tengslum við barnið sjálft og skráningar. Skráningar gefa leikskólakennurum betri mynd af starfi sínu og getur því verið gott að gefa sér tíma til að vinna úr skráningum. Með skráningum frá leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga skoðum við hvort munur sé á leik barnanna eftir kynjum þeirra. Auk þess sem við kynnumst leikskólanum Ásgarði lítillega, en þar hefur verið unnið eftir flæði í tvö ár, með góðum árangri. Með ritgerðinni fylgir svo hugmyndabanki að stöðvum fyrir leikskóla sem vinna með flæði. Þar má finna fróðleik sem gott er að hafa með sér á hverri stöð fyrir sig þar sem farið er yfir alla þá þroskaþætti sem starf með börnum getur eflt. Einnig verða birtar þar hugmyndir að vinnutilhögun stöðvanna sem og veittar einhverjar hugmyndir að verkefnum fyrir hverja stöð.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.5.2014.
Samþykkt: 
  • 25.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hvað er flæði heimildaskrá.pdf120.71 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
hvað er flæði Efnisyfirlit.pdf105.95 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
hvað er flæði lokritgerð.pdf1.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna