is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12263

Titill: 
  • Barnavernd í leikskólum : viðbrögð og úrræði kennara/starfsfólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um barnavernd í leikskólum, hversu vel starfsfólk leikskóla er undirbúið þegar upp kemur grunur um ofbeldi eða vanrækslu í leikskóla og hver viðbrögðin ættu að vera auk þess sem einnig er leitað úrræða. Skoðað er hvernig ofbeldi getur snúið að börnum bæði á andlegan sem líkamlegan hátt. Auk þess er leitast við að varpa ljósi á hvað það er nauðsynlegt að efla sjálfsmynd barna til að styrkja þau í að virða sig sjálf. Einnig er sjónum beint að hlutverki foreldra í þessu samhengi. Heimildir eru að stórum hluta fengnar úr barnaverndarlögum, af heimasíðu Barnaverndarstofu, reglugerðum, erlendum fræðigreinum, íslenskum og erlendum fræðiritum. Einnig er leitað fanga í óbirtu efni, m.a. B.- og M.Ed. ritgerðum og munnlegum heimildum.
    Helstu niðurstöður, eftir að hafa skoðað efnið út frá mörgum sjónarhornum, eru þær að það virðist vera bráðnauðsynlegt að bæta vitund og kunnáttu starfsfólks leikskóla um barnaverndarlögin og barnavernd svo hægt sé að treysta því að brugðist sé rétt við í slíkum tilvikum. Þó svo að í þjóðfélaginu hafi átt sér stað vitundarvakning sem snýr að börnum og barnavernd, réttindum barna og skyldum foreldra og hins almenna borgara með tilkynningaskylduna, þá má alltaf gera betur í því að fræða um þessa hluti. Að lokum er því sett fram leiðbeiningaskrá eða eins konar árvekni- og viðbragðsáætlun fyrir starfsmenn leikskóla þar sem sýnt er hver fyrstu viðbrögð ættu að vera ef upp kemur grunur um ofbeldi eða vanrækslu í leikskóla. Áætlunin er byggð á og studd af þeim heimildum sem áður er getið.

Samþykkt: 
  • 25.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed ritgerd til HA lok1.pdf769.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna