is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12268

Titill: 
  • Markaðsstjórn útflutnings lambaafurða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið verkefnisins er að kanna hvernig markaðsstjórnun útflutnings sauðfjárafurða er háttað á Íslandi, hvaða afurðir er verið að selja og hvers vegna er einmitt verið að selja þessar vörur en ekki aðrar vörur sem hægt er að vinna úr lambakjötinu. Einnig að skýra hvernig hagsmunaaðilar í útflutningi íslenskra sauðfjárafurða vinna saman að því að skapa erlenda markaði og halda þeim. Markaðssetningin er í höndum marga aðila, til dæmis afurðastöðvanna, Íslandsstofu, Bændasamtakanna, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og annarra.
    Í ljós kom að hagaðilarnir vinna ekki markvist að sameiginlegri markaðssetningu. Afurðastöðvarnar standa nánast einar að markaðssetningunni. Aðrir hagaðilar vinna óbeint að henni í litlum mæli. Það kom á óvart hversu lítill hluti þess lambakjöts sem flutt er erlendis er markaðssett sem íslenskt. Í raun er verið að selja stærstan hluta lambakjötsins í gegnum milliliði sem kjöt án auðkenna. Kjöt sem er markaðssett og merkt íslenskt er selt á hærra verði en samskonar kjöt sem selt er auðkennalaust.

Samþykkt: 
  • 25.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðsstjórn útflutnings lambaafurða.pdf975.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna