en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12268

Title: 
  • Title is in Icelandic Markaðsstjórn útflutnings lambaafurða
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Meginmarkmið verkefnisins er að kanna hvernig markaðsstjórnun útflutnings sauðfjárafurða er háttað á Íslandi, hvaða afurðir er verið að selja og hvers vegna er einmitt verið að selja þessar vörur en ekki aðrar vörur sem hægt er að vinna úr lambakjötinu. Einnig að skýra hvernig hagsmunaaðilar í útflutningi íslenskra sauðfjárafurða vinna saman að því að skapa erlenda markaði og halda þeim. Markaðssetningin er í höndum marga aðila, til dæmis afurðastöðvanna, Íslandsstofu, Bændasamtakanna, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og annarra.
    Í ljós kom að hagaðilarnir vinna ekki markvist að sameiginlegri markaðssetningu. Afurðastöðvarnar standa nánast einar að markaðssetningunni. Aðrir hagaðilar vinna óbeint að henni í litlum mæli. Það kom á óvart hversu lítill hluti þess lambakjöts sem flutt er erlendis er markaðssett sem íslenskt. Í raun er verið að selja stærstan hluta lambakjötsins í gegnum milliliði sem kjöt án auðkenna. Kjöt sem er markaðssett og merkt íslenskt er selt á hærra verði en samskonar kjöt sem selt er auðkennalaust.

Accepted: 
  • Jun 25, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12268


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Markaðsstjórn útflutnings lambaafurða.pdf975.05 kBOpenHeildartextiPDFView/Open