Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12269
Viðskiptáætlun þessi er útbúin fyrir Lækjarós sem er í eigu Margrétar Steindórsdóttur og Jóns Sverris Sverrissonar. Margrét er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins og mun hún ásamt Jóni sjá um rekstur þess. Lækjarós er innflutningsfyrirtæki á dönskum hundasnyrtivörum sem bera heitið B&B og mun hafa einkaumboð fyrir sölu varanna á Íslandi. Vörurnar eru lífrænar og umhverfisvænar og eru þær þróaðar af fagfólki, sem hefur unnið í mörg ár við feldhirðu dýra. Fjölbreytt úrval er af vörum B&B, þannig að hundaeigendur geta fundið rétt sjampó sem hentar feldgerð hundsins. Markmiðið er að vaxa og verða leiðandi í sölu á hágæða umhverfisvænum vörum fyrir dýr. Tilgangurinn með þessari viðskiptaáætlun, er að greina markaðinn til hins ýtrasta, svo Lækjarós geti skapað sér góðan sess á markaðnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viðskiptaáætlun - Lækjarós.pdf | 2,54 MB | Lokaður til...31.07.2042 | Heildartexti |