en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12270

Title: 
 • Title is in Icelandic Helstu hindranir kvenfrumkvöðla á Íslandi
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Viðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna hverjar helstu hindranir kvenfrumkvöðla á Íslandi væru og hvernig væri hægt að auka framgang kvenna til frumkvöðlastarfsemi á Íslandi.
  Rannsóknin var byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð og voru viðtöl tekin við fjóra íslenska kvenfrumkvöðla. Uppbygging viðtalanna miðast af því að fá sjónarmið viðmælendanna um umhverfi íslensks frumkvöðlastarfs fram í dagsljósið ásamt reynslu kvenfrumkvöðlanna, upplifun þeirra, hindrunum og skoðunum á íslensku frumkvöðlaumhverfi. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Fyrsti hlutinn er fræðileg umfjöllun á hugtökum og skilgreiningum fræðimanna á frumkvöðlum og frumkvöðlastarfsemi. Einnig er skýrt frá rannsóknum á sviði frumkvöðlafræða sem beinast að kvenfrumkvöðlum og hindrunum þeirra. Seinni hluti ritgerðarinnar er rannsóknarhluti þar sem greint er frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar og túlkunum rannsakenda á þeim.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að hindranir kvenfrumkvöðla eru stærri en hindranir karlfrumkvöðla. Benda niðurstöðurnar til þess að djúpstæðir samfélagslegir þættir hafa áhrif á kvenfrumkvöðla og ákvörðun þeirra um að fara í frumkvöðlastarf. Þessir þættir lýsa sér í neikvæðu viðhorfi til kvenfrumkvöðla sem rekja má til skorts á kvenfyrirmyndum í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Aðrar niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fjármagnsaðgangur virðist vera mikil hindrun kvenfrumkvöðla á Íslandi en það má einnig rekja til þeirra samfélagslegu þátta sem áður hafa verið nefndir. Þá kemur fram neikvætt viðhorf í garð kvenfrumkvöðla þar sem þeim virðist ekki vera gefið brautargengi fyrir stórum og fjárfrekum hugmyndum.
  Þar sem um eigindlega rannsókn er að ræða er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar og því eru niðurstöðurnar birtar með fyrirvara.

Accepted: 
 • Jun 25, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12270


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Helstu_hindranir_kvenfrumkvodla_a_Islandi_2012.pdf767.31 kBLockedHeildartextiPDF