is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn í Reykjavík > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12271

Titill: 
  • Vinnustaðarmörkun
Skilað: 
  • Maí 2012
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er tvíþættur. Annars vegar að varpa ljósi á vinnustaðarmörkun sem er nær óþekkt hugtak hér á landi. Með vinnustaðarmörkun reyna fyrirtæki að aðgreina sig frá samkeppnisaðilum og skapa sér sérstöðu á markaði í huga núverandi og tilvonandi starfsmanna. Markmiðið er að koma því á framfæri að fyrirtækið sé aðlaðandi og eftirsóknarverður vinnustaður. Fyrirtæki sem laðar að sér hæfileikaríkustu starfsmennina og heldur í þá getur skapað sér viðvarandi samkeppnisforskot. Hins vegar er tilgangur ritgerðarinnar að komast að því hvað það er sem gerir fyrirtæki að aðlaðandi vinnustað í huga tilvonandi starfsmanna. Til þess að komast að því var viðhorfskönnun lögð fyrir útskriftarnema Háskólans í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að útskriftarnemendur meti félagslega þætti, svo sem skemmtilegt vinnuumhverfi og gott samband við samstarfs- og yfirmenn, mikilvægasta í fari tilvonandi vinnuveitenda. Nemendum finnst sömuleiðis mikilvægt að geta öðlast reynslu sem hefur góð áhrif á starfsframann og að vinnuveitandinn kunni að meta hugvit þeirra og nýti sér það. Íslensk fyrirtæki hafa í kjölfar þessarar rannsóknar aðgang að nýjum upplýsingum sem þau geta nýtt sér til þess að laða að þá hæfileikaríku starfsmenn sem þau þurfa á að halda til að lifa af í samkeppnisumhverfi.

Samþykkt: 
  • 25.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinnustaðarmörkun_Smári Freyr Jóhannsson.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna