is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12275

Titill: 
  • Viðhorf neytenda og fyrirtækja til tilboðssíðna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í tækniumhverfi nútímans er spennandi að kanna rafræna markaðssetningu og þá sérstaklega nýlega viðbót við þann markað, svokallaðar tilboðssíður. Slíkar vefsíður komu á markað hér á landi snemma á árinu 2011 og höfundar vildu kanna hvert viðhorf neytenda til slíkra vefsíðna væri og einnig hvernig þær hefðu reynst þeim fyrirtækjum sem upp á þjónustuna buðu. Með þetta fyrir augum voru gerðar tvær rannsóknir.
    Fyrri rannsóknin kannaði almennt viðhorf og vitund einstaklinga til tilboðssíðna og einnig hvort einstaklingar hefðu keypt vörur eða þjónustu á slíkum síðum. Helstu niðurstöður viðhorfskönnunarinnar sýndu að þátttakendur eru almennt jákvæðir í garð tilboðssíðna og líklegir til að kaupa vörur eða þjónustu á slíkum síðum í framtíðinni. Töluvert margir þátttakendur þekktu fleiri en eina tilboðssíðu. Þó voru þeir einnig margir sem ekki hafa keypt neitt á tilboðssíðum. Viðhorf þátttakenda til fyrirtækja, sem hafa nýtt sér tilboðssíðu til að bjóða tilboð, var almennt jákvætt.
    Síðari rannsóknin sneri að viðhorfi fyrirtækja til samstarfs við tilboðssíðuna Aha. Niðurstöður sýndu að fyrirtækin voru almennt ánægð með framkvæmd tilboðsins. Flest fyrirtækin sóttust eftir auknum viðskiptavinafjölda þegar ákveðið var að bjóða tilboð á tilboðssíðu. Tæplega helmingur fyrirtækjanna varð var við aukna sölu í kjölfar tilboðsins. Allflest fyrirtækin fengu mjög eða frekar góða kynningu á vörunni eða þjónustunni sem fyrirtækið bauð á tilboði.

Samþykkt: 
  • 25.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsc ritgerð - Helga Hrönn og María.pdf3.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna