en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12277

Title: 
  • Title is in Icelandic Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun – og þá hvers vegna?
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur þessarar B.Sc. ritgerðar var að komast að því hvort og þá hvers vegna fyrirtæki blanda saman fleiri en einni aðferð við verkefnastjórnun. Verkefnastjórnun er tiltölulega ungt hugtak á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að eiginleg verkefnastjórnun hafi tíðkast um árabil. Síðustu áratugina hefur orðið gríðarleg aukning á notkun verkefnastjórnunar innan fyrirtækja. Nú er farið að kenna verkefnastjórnun til mastersgráðu og fyrirtæki farin að krefjast alþjóðlegra vottana og verkefnastjórnun orðin viðurkennd stétt. Framkvæmd var megindleg rannsókn við vinnslu þessarar ritgerðar í formi spurningakönnunar sem aðgengilega var á internetinu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þau fyrirtæki sem tóku þátt í þessari athugun eru öll að nýta verkefnastjórnun í sinni starfsemi. Mikill meirihluti þeirra blandar saman ólíkum verkefnastjórnunaraðferðum. Svo virðist sem fyrirtæki aðlagi hiklaust ólíkar aðferðir að starfsemi sinni og taki út þau tól sem hentar þeirra framleiðslu best. Ætla má að notkun verkefnastjórnunaraðferða sé leiðin til árangurs en öll þau fyrirtæki sem tóku þátt í rannsókninni hafa náð langt á sínu sviði hér heima og sum hver á heimsvísu. Fram hefur komið í rannsóknum að ýmsir stjórnendur töldu verkefnastjórnun vera ,,enn eitt tískufyrirbærið“ og voru andstæðingar aðferðarinnar hér áður. Margir sem það töldu eru orðnir ötulir talsmenn hennar í dag, sem rekja má til árangurs sem náðst hefur með notkun aðferðanna.

Accepted: 
  • Jun 25, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12277


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.Sc._lokaverkefni_verkefnastjórnun.pdf1.31 MBOpenHeildartextiPDFView/Open