Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12278
Markmið rannsóknarinnar er að kanna neytendahegðun og sjálfstjórn. Rannsakendum fannst því athyglisvert að vita hvort neytendur væru meðvitaðir um það sem þeir versluðu í matinn, hvort þeir hefðu ákveðin markmið tengd heilsu og fjárhag þegar kæmi að því að versla í matinn. Hvað er það sem ræður neysluhegðun kaupenda á matvörumarkaði og breytist hegðun þeirra eftir að inngrip hefur átt sér stað?
Framkvæmdar voru tvær einstaklingsmiðaðar rannsóknir á sviði neytendahegðunnar til að fá dýpri skilning á hugarstarfi neytenda þegar þeir stunda matvöruinnkaup. Rannsóknirnar tengjast innbyrðis. Fylgst var með átta einstaklingum á tveggja mánaðar tímabili og voru þátttakendur valdir eftir hentugleika. Þátttakendur söfnuðu kassakvittunum úr matvöruinnkaupum sem rannsakendur greindu.
Í fyrri rannsókninni eru tekin tvö viðtöl við þátttakendur og almenn markmið þeirra í matvöruinnkaupum skoðuð. Kauphegðun skoðuð út frá kassakvittunum og kaupferlið skoðað miðað við markmið þeirra tengt heilsu og fjárhag. Viðtölin voru tekin með upptökutæki og var rannsóknin byggð á opnum spurningum. Stuðst er við Atferlislíkan Foxall og falla niðurstöður vel að líkaninu, því að gildismat og reynsluheimur þátttakenda er misjafn og það sem einum þykir ákaflega hollt til að mynda þykir öðrum ekki vera hollt. Sjálfstjórn neytenda er einnig mjög mismunandi. Það sýndi sig best í því að þó nokkrir þátttakendur vildu alls ekki fara eins oft í verslun og í ljós kom að þeir gerðu. Einnig kom það kom sumum á óvart hversu mikið sælgæti þeir versluðu, eitthvað sem þeir höfðu ekki hugsað sér að gera eða áttað sig á að þeir gerðu.
Í seinni rannsókninni er komið inn á hegðun þátttakenda. Notast var við einliðasnið þar sem hegðun er skoðuð út frá viðtali tvö og greiningu á kassakvittunum fyrir og eftir inngrip. Rannsakendur höfðu skoðað kaupferli þátttakenda með því að flokka kaupin eftir heilsu og fjárhag og algengustu verslanir skoðaðar. Rannsakendur athuguðu hvort hegðun breyttist eftir að inngrip hafði átt sér stað. Niðurstöður sýndu að það er misjafnt eftir þátttakendum rannsóknarinnar hvort breyting varð á kauphegðun þeirra eftir inngrip, en hjá flestum má sjá breytingu.
The main purpose of these studies is to find empirical evidence for consumer behaviour and self-control. Investigators' main interest was whether consumers were conscious grocery shoppers; whether they had specific goals related to healthy-living and budget when shopping for groceries. The focus was on what dictates consumer behaviour in this area of marketing and if the consumer changes its behaviour if intervened during the investigation.
Two separate individual studies were performed focusing on consumer behaviour in order to gain a deeper insight into the shopper‘s cognition while grocery shopping. The studies are internally related. Eight individuals were observed during their grocery shopping for a full two month period. The participants actively collected their grocery receipts/chits of which the investigators received for further analysis.
In the first study the subjects were interviewed twice and their general shopping goals were analysed. The subjects’ purchase behaviour was analysed through cashier’s receipts/chits in relation to the subjects’ healthy-living goals and budget. The interviews were recorded digitally and the open-questions format was employed. The results are integral to Foxall’s behavioural model, which was utilised for this study since the subjects’ values and background varies. E.g. one subject might think a product is related to healthy-living while another thinks the opposite. This is made clear in the subjects’ goals were not to go shopping as often as they did and for some it came as a surprise how much sweet products they were actually buying; something that was not part of their goal.
The second study deals in part with the subjects’ behaviour and the single subject format was applied where the subjects’ behaviour were examined utilising information from the second interview and receipt/chit analysis before and after the intervention. The investigators were looking for any discrepancy in their subjects’ shopping behaviour after the intervention. The results were not analogous, though there was an evident alteration observed in shopping behaviour.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sjálfstjórn og neytendahegðun.pdf | 1,14 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |