Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12283
Verðtrygging þekkist víða í heiminum og hefur aðallega verið notuð af löndum sem
hafa glímt við óstöðugleika í efnahagi sínum, og þeim sem eru að ganga í gegnum
breytingar á honum. Þar hefur verðtrygging nýst við útlán til einstaklinga, gert
mánaðarlega greiðslubyrgði mögulega og liðkað fyrir langtíma-lánveitingum.
Í þessari ritgerð er skoðuð önnur útfærslu af verðtryggðum skuldabréfum en sú sem
þekkist á Íslandi, með það að leiðarljósi að athuga hvor þeirra henti betur við íslenskar
aðstæður. Framkvæmd þeirra verður skoðuð nánar og lesandinn leiddur í gegnum
uppsetningu þeirra, kosti og galla. Íslensk lán verða sett upp til samanburðar með það
að markmiði að sjá hvað hefði reynst fýsilegast yfir gefið tímabil. Niðurstöður sýndu
að íslensk verðtryggð lán komu best út af þeim lánum sem voru skoðuð á gefnu
tímabili. Höfundar komust einnig að því að verðtryggingin er ekki alslæm sem
efnahagslegt tól í síbreytilegu umhverfi. Hún jafnar út breytingar á vaxtastigi sem
neytendur hefðu annars þurft að bera strax, og gefur þar með aukið svigrúm til
athafna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. Samanburður húsnæðislána.pdf | 1.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Það urðu mistök gerð þegar ritgerðin var fyrst sett inn. Þessi sem er sett inn þann 18 maí er sú ritgerð sem á að vera inn á skemmuni.