en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12285

Title: 
 • Title is in Icelandic ,,Alveg eins og karlar, nema bara konur": Viðhorf karlmanna til hindrana í vegi kvenna í átt að stjórnunarstöðum
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Mikill kynjamunur er í áhrifastöðum innan íslenskra skipulagsheilda og eru karlar töluvert
  fleiri en konur í þessum áhrifastöðum. Í þessari rannsókn er lögð áhersla á það að kanna viðhorf íslenskra karlmanna til þess hvað þeir telji að valdi því að konur séu ekki til jafns við karla í háttsettum stjórnunarstöðum. Eftirfarandi rannsóknarspurning var lögð fram í upphafi:
  Telja karlmenn að karlar og konur hafi jafna möguleika á því að komast í háttsettar stjórnunarstöður innan íslenskra skipulagsheilda? Unnið var með fræðilegan bakgrunn þar
  sem hindrunum í vegi kvenna í átt að stjórnunarstöðum var skipt í þrennt; mannauð, kynjamun og fordóma. Í framhaldinu var svo megindlegri rannsóknaraðferð beitt og svöruðu 270 karlmenn spurningalista sem lagður var fyrir. Helstu niðurstöður voru þær að karlmenn telja að karlar hafi betri aðgang en konur að háttsettum stjórnunarstöðum og að tengslanet karlmanna séu að hafa þar áhrif. Karlmenn telja að sjálfstraust skipti miklu máli til þess að komast í háttsettar stjórnunarstöður og þeir telja það að einhverju leyti undir konum sjálfum
  komið að vera duglegri við það að koma sér á framfæri. Ekki varð vart við fordóma í garð kvenkyns stjórnenda og fannst karlmönnum jafnvel vegið að karlkyns stjórnendum með lögum sem hafa þann tilgang að jafna kynjahlutfall í stjórnum íslenskra skipulagsheilda.

Accepted: 
 • Jun 25, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12285


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
sonja_alvegeinsogkarlarnemakonur.pdf775.25 kBOpenHeildartextiPDFView/Open