is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1229

Titill: 
 • Uppeldi og menntun verða ekki aðskilin : viðhorf grunnskólakennara á yngsta stigi og leikskólakennara til grunnþátta starfsins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í eftirfarandi rannsókn er leitast við að svara því hver séu grunnviðhorf
  leikskólakennara og grunnskólakennara á yngsta stigi til kennarastarfsins og hvað þessir
  tveir hópar kennara eigi sameiginlegt og hvað ekki.
  Í fræðilegum kafla er fjallað um það helsta sem fræðimenn og rannsóknir hafa að
  segja um kennarastarfið og varpað getur ljósi á niðurstöður þessarar rannsóknar.
  Aðferðarfræði rannsóknarinnar er eigindleg og byggir á viðtölum en einnig er
  textagreining á opinberum gögnum um skólastigin og má þar nefna reglugerðir og
  námskrá. Sagt er frá helstu atriðum í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu en einnig
  þeim fyrirvörum sem þarf svo og siðferðilegum atriðum.
  Helstu niðurstöður eru þær að grunnþættir kennarastarfsins hjá báðum
  kennarahópum eru þeir sömu, starfið og kennslan með börnum/nemendum.
  Starfsánægja kennara er sérstaklega fólgin í því að börnin séu ánægð og sýni framfarir í
  þroska. Kennararnir bera virðingu fyrir börnum/nemendum og sýna væntumþykju í garð
  þeirra og þeir leggja áherslu á að einstaklingnum líði vel og hann fái að njóta sín.
  Kennarahóparnir telja að uppeldi og menntun verði aldrei sundurslitið. Námsgreinar og
  uppeldi fléttast einatt saman og áhersla er lögð á að þessir þættir blandist vel.
  Sameiginlegir þættir koma fram í því að miða kennslu við einstaklinginn og
  barnahópinn og leggja áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir.
  Kennarahóparnir ræða um fagmennsku og virðingu sem mikilvægan þátt í starfinu.
  Kennarar verði ávallt að fylgjast vel með og sofna aldrei á verðinum. Þeir ræða um að
  þeir fái einkum faglegan stuðning á fundum með samstarfskennurum. Kennsla yngstu
  barna, segja báðir hóparnir, að sé allt í senn erfið, flókin, fjölbreytt, gefandi og
  skemmtileg. Þeim ber saman um þessa áhersluþætti en greina má ólíka orðanotkun milli
  hópanna um sama efni, þannig ræða leikskólakennararnir til dæmis einatt um barnið
  sem einstakling en grunnskólakennararnir tala um einstaklingsmiðað nám.
  Jákvæð umfjöllun um aðalnámskrá er hjá báðum kennarahópunum en nokkra
  hnökra finna þeir í umgjörð löggjafans og þeirra sem fara með pólitískt vald. Þar ber
  hæst umræðan um fjölda barna á hvern kennara og þeir vilja sjá breytingar þar á. Þröngt
  sé búið að börnum húsnæðislega og í skólanefnd veljist stundum fólk sem hefur enga
  þekkingu á skólamálum.
  Niðurstöður sýna að vinnuumhverfi kennarahópanna er mjög ólíkt. Þar má til dæmis
  nefna meðaltímann sem þeir verja með börnunum. Algengt er að leikskólakennarar séu í
  viðveru með börnum í um sjö tíma á dag en grunnskólakennarar fimm. Sá tími sem
  kennarahópunum er ætlaður til að undirbúa starfið er einnig ólíkur, bæði lengd tímans
  og þær bjargir sem kennurum er ætlað til að undirbúa sig.
  Þar sem niðurstöðurnar sýna einnig forvitnileg viðhorf kennarahópanna, sem ekki
  snúa beint að grunnþáttum en koma þó kennarastarfinu við, er einnig greint frá þeim í
  sér kafla. Þar má helst nefna viðhorf kennarahópanna hvors til annars, samstarf þeirra,
  viðhorf til kennslukarla og framtíðarsýn kennarahópanna um hvert starfið kunni að
  stefna. Fram kemur í niðurstöðum að nokkurrar tortryggni gæti hjá báðum hópum í garð
  hins, slíkt má þó greina í ríkari mæli hjá grunnskólakennurum gagnvart
  leikskólakennurum.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björg Sigurvinsdóttir_heild.pdf692.99 kBOpinnUppeldi - heildPDFSkoða/Opna