is Íslenska en English

Grein Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12290

Titill: 
 • Þróun tekjuskiptingarinnar á Íslandi 1992– 2010
Útgáfa: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Í þessari grein fjöllum við um nýtt efni úr víðtækum rannsóknum á tekju skiptingunni sem við höfum unnið að á síðustu árum og setjum það í samhengi við fyrri niðurstöður. Helstu nýmæli greinarinnar eru ný gögn og ítarleg sundurgreining áhrifavalda ójafnaðarþróunarinnar, fyrir og eftir hrun. Niðurstöður sýna að tekjuskiptingin varð ójafnari frá og með árinu 1995 og allt til 2007, eftir tímabil aukins jöfnuðar frá 1988 til 1993. Umfang breytinganna frá 1995 var óvenjumikið á alþjóðavísu. Aukning ójafnaðar er mest þegar allar tekjur eru meðtaldar (ráðstöfunartekjur eftir skatt) en einnig miklar þó fjármagnstekjum sé sleppt að hluta eða alveg. Atvinnutekjur urðu líka ójafnari, þótt í minna mæli væri. Skattastefnan jók umfang ójafnaðar með umtalsverðum hætti á tímabilinu fyrir hrun. Á árinu 2008 til 2010 snerist þróunin við og tekjuskiptingin varð aftur mun jafnari. Nýr samanburður á þróun ójafnaðar ráðstöfunartekna á Norðurlöndunum fimm frá 1995 til 2008 sýnir að ójöfnuður jókst umtalsvert í öllum löndunum, þó að mishratt væri og nokkrar sveiflur séu milli ára. Norrænu þjóðirnar voru með jöfnustu tekjuskiptinguna fyrir og eru áfram í hópi jafnari þjóða eftir aukninguna, enda hefur ójöfnuður aukist í fleiri OECD-ríkjum. Langmest var aukning ójafnaðar þó á Íslandi og fór hún langt fram úr aukningu ójafnaðar í hinum norrænu ríkjunum frá og með árinu 2001 og til 2007. Tilgátum þeirra, sem hafa fullyrt að tekjuskiptingin hafi lítið eða ekkert breyst, er hafnað. Engin ábyggileg gögn styðja þær.

 • Útdráttur er á ensku

  In this paper we give an account of extensive research into the Icelandic income distribution that we have undertaken in recent years. We place our research into context with previous research. The main novelty of this paper is new data and new decompositional analysis of the drivers of inequality developments, before and after the financial collapse. Our research shows that income inequality increased greatly from 1995 to 2007, following a period of increased equality from 1988 to 1993. The extent of the increase after 1995 was exceptional by international standards. The increased inequality is most marked when all disposable earnings (after tax) are taken account of, but it is also extensive even though financial earnings are partly or fully excluded. Employment earnings also became more unequally distributed.Tax policy increased the extent of inequality in the same period. After the financial collapse of 2008 the income distribution became significantly more equal up to 2010. New comparison of income inequality developments in the Nordic countries shows that inequality increased in all of them from 1995 to 2008, varying though between countries and years. The Nordic nations had the most equal income distributions before the period of change and still remain amongst the most equal. Iceland however galloped way ahead in the inequality development from 2001 up to 2007. The hypotheses of no significant changes in the Icelandic income distribution between 1995 and 2007 are rejected. No valid data supports such claims.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
 • http://www.stjornmalogstjornsysla.is
Samþykkt: 
 • 25.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2012.8.1.2.pdf530.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna