is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12291

Titill: 
  • Sendur í sveit
Útgáfa: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á búferlaflutningi barna til lengri eða skemmri tíma án samfylgdar foreldris eða löggilds forráðamanns beinast oftast að börnum sem flytja úr einum stað í annan innan eða milli lágtekjulanda. Slíkur flutningur er oft bendlaður við mansal. Hér er skoðaður siðurinn að senda íslensk börn í sveit þar sem þau dvöldu að sumri til hjá venslafólki eða vandalausum. Byggt er á fyrirliggjandi rituðum heimildum, s.s. dagblöðum, tímaritum, skjölum og skýrslum barnaverndaryfirvalda. Það var viðtekin skoðun að sveitavist barna fylgdi ávinningur fyrir samfélagið, fjölskylduna og barnið sem myndi njóta óspilltrar náttúru landsins, hreins fjallalofts, kjarnmikillar fæðu, samveru við dýrin, sveitamenningarinnar auk möguleikans að læra til vinnu og að vera matvinnungur. Einstaklingar, félagasamtök, góðgerðarstofnanir og barnaverndaryfirvöld sameinuðust um að koma sem flestum börnum í sveitavist, ýmist á sveitabæjum eða sumardvalarheimilum. Vistin var talin sérlega mikilvæg fyrir afbrotabörn og börn sem bjuggu m.a. við fátækt, óreglu, lauslæti og veikindi. Heimildir benda til að mestan hluta 20. aldar hafi verið meira framboð af börnum sem vantaði sveitavist en sveitaheimilum sem vildu taka við þeim. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um fjölda barnanna og reynslu þeirra en ljóst er að þau voru mörg og reynslan breytileg. Einnig er lítið vitað um reynslu annarra af siðnum, t.d. sveitafólksins og foreldranna. Siðurinn að senda börn í sveit, sérstaklega þegar ekki er um barnaverndarúrræði að ræða, fellur undir hugtakið flutningur barns án samfylgdar foreldris eða löggilds forráðamanns. Varast ber að líta á slíkan sið sjálfkrafa sem mansal barna og sama gildir um hliðstæðar uppeldisvenjur sem tíðkast annars staðar.

  • Útdráttur er á ensku

    Research that focuses on children who migrate without a parent or legal guardian is most often carried out in low-income countries. Such migration is increasingly associated with child trafficking. In this article, the Icelandic custom to send children to the country during the summer months in the last century will be examined. It is based on secondary documents such as journals, magazines, documents and reports from child protection authorities. The Icelandic population shared the opinion that seasonal rural residence for urban children was beneficial for the nation, the family and the child. In the country, the children would enjoy unspoiled nature, clean mountain air and nutritious food. In addition, they would learn to attend animals and proper work. Individuals, associations, charities and child protection authorities collaborated in an effort to organise rural residence for children during the summer months, either at farms or particular summer camps. Rural residence was considered to be particularly important for delinquent children, but also those who suffered from poverty, irresponsible parental behaviour and poor health. Data is lacking on the number of children sent to the country and their experiences however it is known to have varied greatly. Likewise, little is known about the considerations of the farmers who hosted the children and the children’s parents. This custom is typically per definition child migration without a parent or legal guardian. Care should be taken not to classify such customs routinely as child trafficking wherever they are practiced.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 25.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2012.8.1.3.pdf285 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna