is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12299

Titill: 
 • Nýja kvennahreyfingin á Norðurlöndum á áttunda áratug 20. aldar
Útgáfa: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Hér er fjallað um nokkrar nýlegar rannsóknir á nýju kvennahreyfingunni í Svíþjóð, Noregi og Danmörku á áttunda áratug 20. aldar. Byggist greinin einkum á rannsóknum sænsku sagnfræðinganna Elisabeth Elgán og Emma Isaksson, norsku sagnfræðinganna Trine Rogg Korsvik og Gro Hagemann og danska stjórnmálafræðingsins Drude Dahlerup. Allar hafa þessar fræði konur verið framarlega í þessum rannsóknum á undanförnum árum eða skrifað mikilvægar greinar. Í þeim fjalla þær um „tilurðarsögu“ hreyfinganna í viðkomandi löndum, baráttuaðferðir þeirra, hugmyndafræði og tengsl hreyfinganna við jafnréttisbaráttuna í öðrum löndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Er sú „tilurðarsaga“ jafnframt tekin til endurskoðunar. Áhugaverðar eru lýsing ar á því hvernig hinar ýmsu opinberu „aðgerðir“ sem gripið var til í baráttunni endurspegluðu afstöðu kvennanna til málefnisins. Baráttan beindist að auknu jafnrétti í samfélaginu og hafði þess vegna sterka pólitíska skírskotun sem aftur á móti gat orsakað klofning þegar sósíalísk hugmyndafræði og róttækur femínismi tókust á. Markmiðið með greininni er fyrst og fremst það að draga fram ákveðna þætti sem mótuðu baráttuaðferðirnar, rýna í hugmynda fræðina sem byggt var á og skoða þróunina sem varð í löndunum þremur. Tekin eru dæmi af baráttu íslensku Rauðsokkahreyfingarinnar þar sem við á. Í lokin er varpað fram nokkrum spurningum um hvort Rauðsokkahreyfingin á Íslandi hafi byggst upp á sömu þáttum eða þróast með svipuðum hætti og í þessum norrænu systurlöndum. Þeim spurningum verður að vísu ekki svarað nema til komi verulega auknar rannsóknir á þessu sviði hér á landi.

 • Útdráttur er á ensku

  This article discusses some recent studies of the New Women’s Movement in Sweden, Norway and Denmark in the 1970s. The article is mainly based on studies by the Swedish historians Elisabeth Elgán and Emma Isaksson, the Norwegian historians Trina Rogg Korsvik and Gro Hagemann and the Danish political scientist Drude Dahlerup, all of whom have been prominent in this field in recent years or written important articles on the subject. They have written, for example, about the movement’s “story of origins” in each country, the methods that were used in the struggle for equality, ideology and the movement’s connection with equal-rights campaigns in other countries, especially the USA. The “story of origins” is re-evaluated. It is interesting to see how descriptions of the various public “actions” reflected the women’s ideas on the question of equality. The aim of the struggle was to increase equality in society, and naturally this had significant political implications, which proved to be a cause of friction and dissension when adical feminist ideologies came into conflict. The purpose here is to discuss specific factors that shaped the struggle, look into the ideology that it was based on and examine some of the developments that took place in these three countries. Relevant examples are cited from the equal-rights campaign of the Icelandic “Red Stockings Movement” (Rauðsokkahreyfingin). Some questions are put forward at the end regarding the movement in Iceland and its similarities to the movements in other Nordic countries. Considerably more research in the field in Iceland will be needed before it is possible to answer these questions.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
 • http://www.stjornmalogstjornsysla.is
Samþykkt: 
 • 25.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2012.8.1.9.pdf332.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna