is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12308

Titill: 
  • Áhrif siðareglna á heiðarleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir vilja líta á sjálfa sig sem heiðarlega einstaklinga. Í daglegu lífi fólks kemur oft upp togstreita á milli þess að hagnast á óheiðarlegan hátt og að líta á sig sem heiðarlegan einstakling. Fólk getur verið örlítið óheiðarlegt án þess að spilla jákvæðri sjálfsmynd sinni sem heiðarlegur einstaklingur ef óheiðarleikinn er innan tiltekinna marka. Tilgangur þessarar rannsóknar var að sýna fram á það að einstaklingur getur verið örlítið óheiðarlegur ef það hentar honum og hann hefur tækifæri til og að færa megi til þau mörk sem örlítill óheiðarleiki rúmast innan.
    Framkvæmd var tilraun að fyrirmynd þeirra Mazar, Amir og Ariely (2008) á vormánuðum 2012. Þátttakendur voru löggiltir endurskoðendur á þremur stórum endurskoðunarskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og meistaranemar í reikningsskilum og endurskoðun við Háskóla Íslands. Þátttakendum var skipt upp í þrjá tilraunaliði, viðmiðunarhóp og tvo tilraunahópa. Lögð var sama talnaþrautin fyrir alla tilraunaliðina nema annar tilraunahópurinn var minntur á Siðareglur fyrir endurskoðendur með því að birta mynd af kápu ritsins ásamt því að spyrja hvort viðkomandi ætti eintak af því. Þátttakendur í viðmiðunarhópnum skiluðu inn öllum gögnum en þátttakendur í tilraunahópunum fóru sjálfir yfir úrlausnir sínar og skiluðu eingöngu inn svarblaði en settu úrlausnablöðin í læstar endurvinnslutunnur eða pappírstætara.
    Tilgátur okkar voru tvær. Annars vegar að þátttakendur væru örlítið óheiðarlegir gæfist þeim tækifæri til og það hentaði þeim og hins vegar að með áminningu um Siðareglur fyrir endurskoðendur myndu þeir hætta að vera örlítið óheiðarlegir. Niðurstöður tilraunarinnar styðja báðar tilgáturnar.

Samþykkt: 
  • 26.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_verkefni Áhrif_siðareglna_á_heiðarleika.pdf728.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna