is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12309

Titill: 
 • Upplifun starfsmanna af siðareglum banka
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bankar gegna lykilhlutverki í samfélaginu og fall þeirra árið 2008 hafði því víðtæk áhrif. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði (2010) var meðal annars gerð úttekt á siðferði og starfsháttum í tengslum við fall bankanna. Niðurstaða hennar var sú að áhersla á þessa þætti hafi ekki verið nógu mikil í samfélaginu þar á meðal innan bankanna, í stjórnmálum, viðskiptalífi, stjórnsýslu og fjölmiðlum.
  Verkefni þetta fjallar um siðareglur í bönkum út frá upplifun starfsmanna. Í byrjun verður fjallað almennt um siðferði og siðareglur og viðeigandi rannsóknir á þeim sviðum en áherslan verður síðan færð yfir á hvernig þessum málum er háttað hjá bönkum á Íslandi. Spurningakönnun var hönnuð þar sem ætlað var að kanna upplifun starfsmanna banka á innihaldi siðareglna auk þess að kanna hvernig staðið væri að kynningu á siðareglum og eftirliti með þeim. Einnig var kannað hvort áhersla á notkun siðareglna hafi að mati starfsmanna aukist eftir hrun.
  Haft var samband við þrjá stærstu viðskiptabanka landsins, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann þar sem óskað var eftir að fá að leggja könnun með 25 spurningar fyrir starfsmenn þeirra. Tveir bankar höfnuðu þátttöku en Landsbankinn samþykkti að leggja könnunina fyrir um það bil 200 manna úrtak sem valið var af bankanum sjálfum og af þeim svöruðu 55 starfsmenn.
  Niðurstöðurnar eru áhugaverðar en sú staðreynd að aðeins einn banki sá sér fært að taka þátt í könnuninni leiddi þó til fremur einsleitrar niðurstöðu.

Samþykkt: 
 • 26.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sidareglur_banka.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna