is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12311

Titill: 
 • Stafræn markaðssetning : Tilboð og auglýsingar í tölvupóstum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort hægt sé að spá fyrir um smellihlutfall út frá nytjahyggju, upplýsingaeflingu eða fyrirsögnum. Kannað var með tveimur rannsóknum viðhorf þátttakanda til fyrirsagna og auglýsinga sem áður hafði verið sent á póstlista fyrirtækjanna. Í póstlistanum eru eingöngu aðilar sem sjálfviljugir hafa samþykkt að fá auglýsingar eða tilboð sent til sín.
  Í fyrri rannsókninni voru auglýsingar frá Eddu útgáfu sem innihélt oftast titla á bókum frá Disney sem höfða til barna yngri en 12 ára. Viðbrögð þátttakendanna við mismunandi markaðsáreitum frá Eddu útgáfu voru greind.
  Í seinni rannsókninni voru auglýsingar frá Office1 sem innihélt oftast ljósritunarpappír eða aðrar rekstrarvörur sem Office1 selur. Auglýsingarnar voru tvískiptar, annars vegar sem hentar fyrir fyrirtæki og hinsvegar fyrir einstaklinga. Viðbrögð þátttakendanna voru greind við mismunandi markaðsáreitum frá Office1
  Nytjahyggja (e. utilitarian reinforcement) er hugtak yfir eitthvað sem neytandi hefur efnahagslegan ávinning af að eignast, hvort sem það er þjónusta eða vara. Nytjahyggja er hluti af atferlislíkani Foxall eða BPM líkanið (e. behaviour perspective model). Nytjahyggja er tengd tæknilegum aðgerðum, til dæmis ákveðnum kaupum. Það er nytjahyggja að kaupa sér úr, óháð vörumerki, því nytja ávinningurinn er sá sami, það er að vita hvað klukkan er.
  Upplýsingaefling (e. informational reinforcement) er félagslegt atferli, sem er líka hluti af BPM líkaninu. Upplýsingaefling getur verið jákvæð eða neikvæð, hún er jákvæð þegar viðskiptavinurinn fær jákvæð og lofsamleg viðbrögð frá vini eða ættingja yfir nýlegum kaupum. Til dæmis ef keypt er Rolex úr, þá gæti viðskiptavinurinn fengið jákvæð viðbrögð yfir að eiga dýrt úr, en að sama skapi gæti hann fengið neikvæð viðbrögð vegna óþarfa eyðslu.
  Rannsóknin byggist að miklu leyti á því að mæla hver sýn þátttakenda sé á nytjahyggju og upplýsingaeflingu á hverri auglýsingu fyrir sig.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar er sú að BPM líkanið er ekki að virka. Tölfræðilega séð er ekki hægt að álykta um smellihlutfall út frá nytjahyggju, upplýsingaeflingar eða fyrirsagna í tölvupósti. Almennt er smellihlutfall mjög lágt og þá sérstaklega hjá Office1. Það var þó vísbending hjá Eddu útgáfu þegar kom að fylgni með upplýsingaeflingu og smellihlutfalla. Fyrirsagnir áttu einnig samleið, þó lítil væri, með smellihlutfalli hjá Eddu. Bæði þátttakendur og viðskiptavinir Office1 og Eddu virðast hneygjast frekar að tilboðum en auglýsingum, því þar sem ávinningur var umtalsverður. Konur eru móttækilegri fyrir tilboðum en karlar.
  Lykilorð: Stafræn markaðssetning, nytjahyggja, upplýsingaefling, fyrirsagnir í tölvupóstum, atferlisgreining.

Samþykkt: 
 • 26.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stafræn_markaðssetning.pdf1.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna