Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12319
Aðferðafræði verkefnastjórnunar er notuð í auknum mæli við skipulag verkefna hér á landi og var það kveikjan að þessari rannsókn. Tilgangurinn var að varpa ljósi á ástæður þess að verkefni misheppnast. Blönduðum rannsóknaraðferðum var beitt við öflun gagna. Spurningakönnun var send á 207 ólíkar skipulagsheildir og var svarhlutfall 61%. Til að dýpka skilning á viðfangsefninu voru tekin eigindleg viðtöl við sex einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að starfa við verkefnastjórnun en á ólíkum starfsvettvangi.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þeim mun nákvæmari sem skipulagsvinna verkefnis er, þeim mun meiri líkur eru á því að verkefnið heppnist. Einnig kom fram í eigindlegum viðtölum að mikilvægara er að verkefnastjórinn búi yfir leiðtoga- og stjórnunarhæfileikum heldur en að hann hafi þekkingu á öllum þáttum verkefnisins. Athyglisvert var hversu margir sýndu rannsókninni áhuga og fór svörun langt fram úr væntingum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
verkefnastjornun_HB_HV.pdf | 1.58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |