is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Business Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12323

Titill: 
  • Arðsemismat á hótelbyggingu við Hörpu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að komast að því hvort það sé arðbær fjárfesting að fjárfesta í hóteli við Hörpu. Til stendur að reisa hótel við Hörpu vorið 2015 undir merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Farið er í grunngreiningu á verkefninu ásamt umfangsmikla arðsemisútreikninga en hægt er að skipta þeim niður í fjóra hluta.
    Fyrst er áætlað sjóðstreymi fjármagns og fundið hreint núvirði ásamt því að aðrar algengar arðsemistölur eru skoðaðar. Niðurstöður eru þær að hreint núvirði er jákvætt og því ættu fjárfestar að fara í verkefnið. Næst er notast við Monte Carlo hermun til að sjá líkindadreifingu á niðurstöðum arðsemismats þegar helstu óvissuþáttum er breytt. Niðurstöður þar eru svipaðar og í fyrri kafla, ólíklegt er að hreint núvirði verði neikvætt sem verður að teljast jákvætt fyrir fjárfesta.
    Í þriðja lagi er stuðst við ákvörðunartré til að sjá hvernig verkefnið gæti þróast í framtíðinni miðað við mismunandi aðstæður. Ákvörðunartré gefur fjárfestum betri sýn á sveigjanleika verkefnisins og niðurstöður í ákvörðunartré eru að sveigjanleikinn eykur virði þess. Að lokum eru raunvilnanir notaðar til að verðleggja þá valmöguleika sem fjárfestar gætu haft fyrir hendi í verkefninu. Niðurstöður raunvilnana gefa í ljós að valmöguleikar fjárfesta í framtíðinni hafa mikið virði. Lokaniðurstaða er að fjárfestingin er arðbær og fara ætti í verkefnið.

Samþykkt: 
  • 26.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - GG HÞS.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna