is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12325

Titill: 
  • Sýndarviðskipti sem markaðsmisnotkun, sbr. 2. tl. 1. mgr. 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markaðsmisnotkun í formi viðskipta snýst um að reyna að hafa áhrif á markaðsverð fjármálagerninga í þeirri von að hinn almenni fjárfestir fylgi í kjölfarið. Markmið lagareglna sem banna markaðsmisnotkun er því að stuðla að trúverðugum verðbréfamörkuðum, eðlilegri og gagnsærri verðmyndun á markaði og trausti fjárfesta á verðbréfamörkuðum. Beiting sýndarviðskipta og annars konar blekkinga í viðskiptum, sbr. 2. tl. 1. mgr. 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, rýrir traust almennings á verðbréfamarkaði og er mikilvægt að sporna við slíkri háttsemi til þess að stuðla að traustum viðskiptum á markaði. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er sú tegund markaðsmisnotkunar að beita blekkingum eða sýndarmennsku í viðskiptum, bæði með því að eiga viðskipti með fjármálagerninga í blekkingarskyni sem og með þeirri verknaðaraðferð að blekkja markaðinn með dreifingu rangra og/eða misvísandi upplýsingum um fjármálagerninga. Ritgerðin hefst á almennri umfjöllun um þær lagareglur sem taka á markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 sem byggir á 2. mgr. 1. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/6/EB. Megin umfjöllunarefni ritgerðarinnar snýr að sýndarviðskiptum sem markaðsmisnotkun, í því skyni að er notast við leiðbeiningar evrópskrar samstarfsnefndar eftirlitsaðila (CESR) sem tilgreinir þá háttsemi sem getur talist vera markaðsmisnotkun. Þá verður fjallað um það eftirlitshlutverk sem fjármálafyrirtæki, skipulegir verðbréfamarkaðir og Fjármálaeftirlitið gegnir í því samhengi.

  • Útdráttur er á ensku

    Share transactions become market manipulation when the intention is to influence the market price of financial instruments, in the hope that general investors will chase other investors. The aim of laws which prohibit market manipulation is to support credible financial markets; normal and transparent prices of financial instruments and to increase investors' trust in the markets. The utilization of pseudo transactions or other deceptions, according to the 1st paragraph of Article 117 in Act 108/2007 on Securities' Transactions, diminishes the public's trust in the financial markets. Therefore it's important to try to counteract such behavior and facilitate trustworthy transactions in the market. This thesis discusses the type of market manipulation which takes on the form of deception or pseudo transactions in the securities' market, both by carrying out trades with financial instruments which are aimed to deceive the market, or by misleading the market by spreading false and/or misleading information about traded securities. The these begins with a general discussion about the legal framework aimed to prevent market manipulation in Act 108/2007 on Securities' Transactions, which is based on the 2nd paragraph of Article 1 in the European Parliament's and the European Commission's Directive No. 2003/6/EC. The primary discussion in this thesis relates to pseudo transactions as a method in market manipulation. In support of that discussion, the guidelines from the Committee of European Securities Regulators (CESR) were used to identify the behavior which constitutes market manipulation. Furthermore, this thesis also discusses the monitoring role played by financial undertakings, market operators and the Financial Supervisory Authority, in order to identify and prevent market manipulation.

Samþykkt: 
  • 26.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð1.pdf528.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna