is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12328

Titill: 
 • Rannsóknarúrræðið afhending undir eftirliti, lögmæti og réttarheimildaleg staða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Aðalviðfangsefni ritgerðar þessar er að kanna rannsóknarúrræðið afhending undir eftirliti á grundvelli reglna nr. 516/2011 um sérstakar rannsóknar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála. Reglur nr. 516/2011 eru settar af ráðherra á grundvelli 89. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Hin almenna skilgreining á rannsóknarúrræðinu er eftirfarandi:
  Afhending undir eftirliti felst í því að fresta að leggja hald á, en hafa undir stöðugu eftirliti, fíkniefnasendingu eða aðra ólöglega eða grunsamlega vörusendingu á leið til landsins, um landið eða úr landi. Markmið afhendingar undir eftirliti er að upplýsa um viðtakanda sendingar, aðferðir við flutning og hugsanlegt dreifikerfi og afla þannig sönnunargagna um refsiverða háttsemi.
  Í ritgerðinni er leitast við að leiða í ljós mikilvægi slíks rannsóknarúrræðis við rannsókn sakamála. Sérstaklega í ljósi þess að heimilt er að beita afhendingu undir eftirliti án undangengis dómsúrskurðar með þeim fyrirvara að skilyrði 3. gr. reglna nr. 516/2011 séu uppfyllt. Farið er yfir helstu ástæður þess að reglur nr. 516/2011 voru settar ásamt því að ítarlega verður farið yfir þau ákvæði sem fram koma varðandi afhendingu undir eftirliti. Fyrir setningu reglna nr. 516/2011 voru í gildi leiðbeinandi reglur ríkissaksóknar nr. 3/1999 sem ásamt öðrum rannsóknarúrræðum kváðu á um afhendingu undir eftirliti. Á þeim tíma sem þessi ritgerð er skrifuð hefur ekki reynt á lögmæti reglna nr. 516/2011 fyrir dómstólum og verður því gerð grein fyrir þeim dómum sem fallið hafa í gildistíð reglna nr. 3/1999.
  Niðurstöður ritgerðarinnar leiða í ljós ósamræmi á milli dóma um lögmæti þeirra rannsóknarúrræða sem birtast í reglum nr. 3/1999. Helsta ástæða þess má rekja til óljósrar réttarheimilalegrar stöðu reglna nr. 3/1999. Í núgildandi reglum nr. 516/2011 er að finna skýrari lagaheimild til beitingar á rannsóknarúrræðinu afhending undir eftirliti og er það mat höfundar að réttarheimildaleg staða þeirra sé sterkari en reglna nr. 3/1999.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to examine the investigation method called controlled delivery, which is based on regulation no. 516/2011 on special investigation methods. According to article 89 of the Law on Criminal Procedure no. 88/2008 regulations on special investigation methods are set by an acting minister. The definition of this investigation method is as follows:
  Controlled delivery means the technique of allowing illicit or suspect consignments of narcotic drugs, psychotropic substances, substances to pass out of, through or into the territory of one or more countries, with the knowledge and under the supervision of their competentauthorities, with a view to identifying persons involved in the commission of offense.
  The aim of this thesis is to reveal the importance of the investigation method known as controlled delivery in criminal investigations, particularly because it is permissible to use controlled delivery without an previous court order if conditions of article 3 in regulation no. 516/2011 are satisfied. The thesis covers the main reasons regulations no. 516/2011 were set along with thoroughly going over the clauses regarding controlled delivery. Before regulations no. 516/2011 were set into law, directive regulation no. 3/1999 from the public prosecutor existed which along with other investigative methods stipulated controlled delivery. Legitimacy of regulations no. 516/2011 has not yet been tested in court. Therefore we will go over judgements that have been ruled during the time that regulations no. 3/1999 were in effect.
  The conclusion of this thesis reveals inconsistency between judgements on legitimacy of those investigation methods that regulations no. 3/1999 stipulates. The main reason for this attributes to vague provision of law in regulations no. 3/1999. In current regulations no. 516/2011 we can find more evident provision of law to use the investigation methods of controlled delivery, it is the authors opinion that legitimacy of regulation no. 516/2011 is better structured than it‘s predecessor.

Samþykkt: 
 • 26.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12328


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Klara BA ritgerð II.pdf731.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna