is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12330

Titill: 
 • Mat á líkamstjóni íþróttamanna, lögfræðileg álitaefni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkið þessarar BA-ritgerðar er að gera grein fyrir réttarstöðu íþróttmanna til skaðabóta reiknuðum á grundvelli skaðabótalaga. Þetta viðfangsefni er afmarkað nánar með skoðun á hvort sérstök sjónarmið séu uppi við mat á varanlegum miska íþróttamanna samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og hvort sérstök sjónarmið séu uppi við mat á varanlegri örorku þeirra samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá er reynt skoða tryggingarétt íþróttamanna. Efnistök eru takmörkuð við knattspyrnu- og handboltaiðkendur. Skoðuð voru laga- og reglugerðarákvæði, sem og staðlaðir samningar íþróttafélaganna og tryggingarskilmálar.
  Mat á varanlegum miska er eins hjá þessu aðilum sem öðrum. Sérstaka matið er notað þegar tjón er einstaklingi sérstaklega þungbært. Þetta getur átt við einstaklinga sem eru hálfatvinnumenn eða áhugamenn er lítur að getu til íþróttaiðkunar en vart við atvinnumennina. Við mat á varanlegri örorku verður taka til þeirra háulauna sem oft fylgja atvinnumennsku í íþróttum og þar af leiðandi mögulega miklu fjárhagslegu tjóni. Á móti er atvinnumannaferill skammur. Sértæk sjónarmið varðandi mat á varanlegri örorku atvinnumanna eru mörg en ekki nema í undantekningar tilfellum varðandi hálfatvinnumenn eða áhugamenn enda fjárhaglegt tjón þeirra við það að geta ekki stundað íþróttina oftast lítið.
  Slysahugtakið er takmarkað í almannatryggingarrétti við skyndilega utanaðkomandi atburð. Þetta skiptir máli þar sem slysaatburðir í íþróttum falla iðulega utan þess. Þessu er reynt að mæta í samningum íþróttamanna og félaga. Hvað þetta varðar virðast samningar knattspyrnumanna skýrari en handboltamanna. Skilmálar trygginga eru mismunandi, bæði hvað varðar skilgreiningu slyss og ákvörðun bóta. Þeir eru þó allir almennir líkt og miskinn og taka því ekki á varanlegu tekjutapi.
  Almennt hefur verið lítið fjallað um þessi álitaefni hvort sem það er hér á landi eða í Danmörku. Telur höfundur að það bendi þó ekki til þess að álitefni sé ekki til staðar heldur þurfi almennt að upplýsa íþróttamenn betur um réttarstöðu sína.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this bachelor thesis is to clarify the legal right of sport persons to compensation calculated on the basis of Tort Damages. The topic is confined to examination of whether special considerations are called for in the assessment of permanent harm to athletes under the fourth article, Tort Damages, no. 50/1993 and in the evaluation of permanent disability according to the fifth article, Tort Damages, no. 50/1993. Then the athletes insurance right is studied. The discussion is limited to soccer and handball players. The laws, regulations, standard sports contracts and insurance terms are reviewed.
  Assessment of permanent harm is the same for sport participants as for others. The special assessment of permanent harm is used when the harm is especially burdensome. This may pertain to individuals who are semi-professionals or amateurs but not professional athletes. The evaluation of permanent disability needs to consider the super wages that often accompany professional sports, short professional career and as a consequences to harm large financial losses. Specific considerations regarding the evaluation of permanent disability for the professional are present but rarely for the semi-professional or amateur, as financial final loss for them is generally limited.
  The term accident in social security law refers to sudden unexpected external event. This definition will not include all harmful events. Athlete and sport clubs try to compensate for this. In this regard contracts appear clearer for soccer player than handball players. Insurance terms vary, both as to definition of accident and extent of compensation. They however do not take loss of long-term earnings into account.
  These topics have not received much attention in Iceland, or Denmark. The author believes that this is not an indication that the issue is unimportant but indicates that athletes should be better informed about their legal rights.

Samþykkt: 
 • 26.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á líkamstjóni íþróttamanna, lögfræðileg álitaefni - Ögmundur Kristinsson.pdf340.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna