is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12331

Titill: 
 • Munurinn á ólögmætri nauðung og frelsissviptingu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að greina muninn á 225. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um ólögmæta nauðung og 226. gr. um frelsissviptingu. Ætlunin er að skýra þau óljósu mörk sem geta verið á milli ákvæðanna. Athugað verður hvort að þau tæmi sök gagnvart hvoru öðru eða hvort beita megi þeim saman. Leiðin að markmiði ritgerðarinnar, og þar með svari við rannsóknarspurningunni, er athugun á því hvers konar háttsemi er heimfærð undir ákvæðin auk þess sem sérstakur samanburður er gerður við sambærileg ákvæði annars vegar danskra og hins vegar norskra hegningarlaga.
  Ólögmæt nauðung felur í sér að einstaklingur er neyddur til þess að gera, þola eða láta hjá líða að gera eitthvað m.a. með beitingu líkamlegs ofbeldis eða hótunum um að beita hann eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi eða frelsissviptingu.
  Frelsissvipting felur í sér að einstaklingur er sviptur frelsi sínu. Í 2. mgr. 226. gr. er kveðið á um refsiþyngingu m.a. þegar frelsissvipting hefur verið framin í ávinningsskyni eða hún hefur verið langvarandi.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að munur á ákvæðunum liggur einkum í því að brot gegn 226. gr. þarf að hafa ákveðin varanleg einkenni því talið er að frelsissvipting þurfi að vara í minnst ½-1 klukkustund en 225. gr. gerir ekki kröfur um ákveðin tímamörk. Ákvæði 225. gr. er almennt ekki beitt sé talið að ákvæði 226. gr. eigi við. Þó má í vissum tilvikum beita ákvæðunum saman. Frelsissvipting er einnig víðtækari þegar kemur að verknaðaraðferðum en í ákvæði um ólögmæta nauðung eru verknaðaraðferðirnar taldar tæmandi. Loks ber að geta að dómaframkvæmd hér á landi svipar mjög til þess sem tíðkast í Danmörku.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to examine the difference between clauses found in two articles of the Icelandic Penal Code, No. 19/1940. Article 225 refers to unlawful coercion whilst article 226 makes deprivation of another person‘s freedom a criminal act. The thesis seeks to address this topic by examining current praxis in Iceland and Denmark.
  Article 225 describes unlawful coercion as being when a person forces another one to do, suffer or omit something by e.g. exerting physical violence or threatening to expose himself/herself or his/her next-of-kin to physical violence or the deprivation of freedom.
  Article 226 does not clearly define deprivation of freedom but stipulates a longer penalty of imprisonment “in case the deprivation of freedom has been committed for e.g. the purpose of gain or been of extended duration”.
  Extensive scholarly writing on these articles is scarce in Iceland. However the Icelandic Penal Code is closely modeled on the Danish Penal Code of 1930. Moreover, in many respects Icelandic praxis matches that of neighbouring countries. Thus writings by Danish legal scholars are examined as well as judicial decisions by Icelandic and Danish courts.
  The author concludes that the two clauses mainly differ in terms of time or duration. Deprivation of another person‘s freedom is deemed to entail at least 30 to 60 minutes of captivity whilst no mention of duration is made in article 225 of the Icelandic Penal Code.
  Other significant differences include the victim‘s capacity to react or express his/her will and the methods used by the perpetrator of the crime. Deprivation of another person‘s freedom does not hinge on the method used by the perpetrator and is thus a more extensive legal concept than unlawful coercion which is thoroughly described in article 225 of the Icelandic Penal Code.

Samþykkt: 
 • 26.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Munurinn á ólögmætri nauðung og frelsissviptingu.pdf615.74 kBLokaðurHeildartextiPDF