Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12332
Ritgerðin fjallar um lagasetningu á Íslandi og hvert hlutverk stjórnarskrár lýðveldisins er í þeim efnum. Nánar tiltekið er rannsakað hvernig stjórnarskrárákvæði geta stuðlað að því að lagasetning verði vandaðri. Til þess að svara því þarf fyrst að skilgreina hugtakið vönduð lagasetning og varpa ljósi á vandamál við lagasetningu hér á landi. Áherslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru einnig kannaðar í þessu ljósi. Þá er saga stjórnarskrárinnar könnuð með hliðsjón af þeim hugmyndum og reglum er snúa að lagasetningu sem þar er að finna. Auk þess sem fjallað er um frumkvæðisrétt þingmanna, mat á samræmi laga við stjórnarskrá og aukna aðkomu þjóðarinnar að lagasetningu
Fjallað er um tillögur Stjórnlagaráðs er tengjast lagasetningarferlinu en þar eru lagðar til misróttækar breytingartillögur með ákveðin markmið að leiðarljósi sem einna helst snúa að því að auka aðskilnað milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Loks er varpað fram hugmyndum um mögulegar breytingar á stjórnarskránni, eða eftir atvikum í lögum nr. 51/1991 um þingsköp Alþingis, sem höfundur telur að yrðu til þess fallnar að stuðla að betra vinnulagi og vandaðri lagasetningu með hliðsjón af því sem rannsakað hefur verið við vinnslu ritgerðarinnar.
Þetta efni varð fyrir valinu í ljósi áhuga höfundar á stjórnskipan, lagasetningu og vinnulagi í stjórnsýslunni og á Alþingi. Ljóst er að þörf er á úrbótum á þessu sviði og er hér reynt að sýna fram á hvernig hægt sé að mæta þeim þörfum. Vandaður undirbúningur við lagasetningu skiptir verulegu máli fyrir samfélagið í heild og geta neikvæðar afleiðingar af illa undirbúnum lögum verið margvíslegar. Þannig aukast líkur á að sett verði lög án þess að kannað hafi verið hvaða áhrif lagasetningin hefur, til dæmis á þjóðfélagið í heild eða ákveðna hópa þess. Þá geta verið samþykkt og tekið gildi lög sem brjóta gegn stjórnarskránni eða samrýmast ekki öðrum gildandi lögum. Komist er að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnsýsla sé veik í samanburði við nágrannalönd og Evrópuríki og á eftir í þróun að bættri lagasetningu. Í ritgerðinni er bent á leiðir til þess að bæta þar úr.
This thesis discusses the legislative process in Iceland and the role of the constitution in that process. More specifically, how the constitution can improve the legislative process. The term regulatory quality is defined and problems in the legislative process in Iceland are identified. The focus of the Organization for Economic Co-operation and Development (OECD) in the field og regulatory quality are also examined. The history of the constitution is analyzed with regard to the ideas and principles relating to the legislative process, along with a discussion about the Members' of Parliament rights of initiative, the assessment of conformity with the constitution and laws of the increased involvement of referendums regarding the legislative process.
Then propositions from the Constitutional Council relating to the legislative process are discussed. The council proposes various amendments with specific goals in mind, mainly to increase the separation between legislative and executive branches of government. Finally ideas of possible changes to the constitution, or law no. 51/1991 on rules of procedure of Parliament, are examined. Ideas that the author believes to be conductive to improve the legislative process and quality legislation with regard to what has been discussed in the thesis.
This material was chosen in view of the author's interest in constitutional law, the legislative process, the legislature and administrative law. There is a need for improvement in this area and the author tries to demonstrate how those improve-ments can be made. Legislative preparation of good quality can be crucial for the society as a whole and can have negative consequences in various ways if the law is ill-prepared. Consequences are among others an increased probability of legislation without impact assessment of the society as a whole or specific groups thereof. Also laws may be adopted that violate the constitution or are inconsistent with other applicable laws. The conclusion of this thesis is that the Icelandic administration is weak in comparison to neighboring and European countries and relatively poor in the development of improved legislative process. The paper identifies ways to rectify this.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MLritgerd_thordiskolbrun.pdf | 705.51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |