is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12334

Titill: 
 • Stöðvun innflutnings á falsvarningi og eftirlíkingum - úrræði tollstjóraembættis skv. 132. gr. tollalaga nr. 88/2005
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um þau lagalegu úrræði sem til staðar eru á Íslandi varðandi stöðvun innflutnings á falsvarningi og eftirlíkingum, og þá sérstaklega ákvæði 132. greinar tollalaga nr. 88/2005. Einnig er gerður samanburður við lög Evrópuríkja og bent á mögulegar leiðir til úrbóta á þessu sviði á Íslandi. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
  1) Hvernig er lagaumhverfið á Íslandi hvað varðar innflutning á falsvarningi og eftirlíkingum?
  2) Hvernig er samanburður við önnur ríki, sérstaklega ESB ríki?
  3) Hverju þarf að breyta til að takast betur á við vandann?
  Farið er ýtarlega í efnahagsleg og samfélagsleg áhrif falsvarnings og eftirlíkinga á markaði, ásamt því að fjalla um möguleg tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Fjallað er um mikilvægustu leiðir til að draga úr slíkum ólöglegum varningi á markaði, en mikil aukning á þessu sviði hefur komið fram á undanförnum árum.
  Fjallað er ýtarlega um öll ákvæði 132. greinar tollalaga nr. 88/2005, uppruna hennar og helstu álitamál, ásamt ábendingum um úrbætur. Samanburður er gerður við sambærilega ESB reglugerð og yfirfarið hverju þyrfti að breyta gerist Ísland aðili að ESB.
  Engir dómar hafa verið byggðir á ákvæði lagagreinarinnar, en reifaðir eru dómar sem fallið hafa vegna sölu á falsvarningi og eftirlíkingum hér á landi, sem og helstu nýlegir erlendir dómar á þessu sviði innan ESB.
  Skýra mætti lagaleg úrræði verulega með því að skerpa á orðalagi, setja reglugerð um óljós túlkunaratriði og jafnvel setningu nýs ákvæðis um frumkvæðisúrræði rétthafa. Til mikilla bóta væri ef dregið yrði úr eftirspurn meðal almennings, s.s. með kynningarherferð um alvarleika málsins líkt og gert hefur verið víða erlendis, og jafnvel stofnuð hagsmunasamtök á þessu sviði. Telja verður einnig að heildræn stefna og yfirsýn opinberra aðila, samvinna innlendra aðila sem og á alþjóðavettvangi, ásamt markvissri opinberri aðgerðaáætlun á þessu sviði gæti dregið að verulegu leyti úr vandanum.

 • Útdráttur er á ensku

  Stopping the Import of Counterfeits
  - Customs‘ resources according to Article 132 of Customs Law, No. 88/2005
  This thesis focuses on the legal resources available in Iceland for stopping the import of counterfeits, in particular Article 132 of Customs Law, No. 88/2005. A comparison is made with laws of other European countries, and possible means for improvements in this field in Iceland are pointed out. The following research questions are answered:
  1) What is the legal environment in Iceland regarding the import of counterfeits like?
  2) How does it compare with other countries, especially EU countries?
  3) What needs to be changed to better address this problem?
  An extensive discussion on the economic and social consequences of counterfeits is provided, along with a discussion on the possible connection to organized crime. The most important ways to decrease the quantity of such illegal goods on the market are covered, but a large increase in this field has been detected in the past few years.
  A detailed review is provided of all provisions of Article 132 of the Customs Law, their origin, relevant controversies along with suggestions for improvements. Comparisons are made with the corresponding EU regulation and a thorough discussion provided on what provisions of the Icelandic Customs Law would need to be changed should Iceland become a member of the EU.
  No judgements have been based on the provisions of Article 132 of the Customs Law, but judgements that have been made regarding the sale of counterfeits in Iceland are summarized, as well as the most relevant recent judgements within the EU.
  The legal resources could be greatly clarified by using a more focused wording, issuing a regulation on provisions whose interpretation is unclear and by possibly adding a new article on proactive actions by rightholders. A decreased demand for counterfeits among consumers might be achived by a promotional campaign similar to foreign campaigns underlining the serious issues connected with counterfeits, and possibly by forming an Icelandic anti-counterfeiting group. A unified direction and policy of official parties, cooperation among domestic parties as well as international cooperation, along with a concise official action plan in this field could surely reduce the extent of this problem.

Samþykkt: 
 • 26.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Kristín Gunnarsdóttir - ML 2012 - Falsanir og eftirlíkingar.pdf982.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna