is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12335

Titill: 
 • Refsingar og önnur úrræði fyrir unga afbrotamenn á Íslandi og í Noregi - Samanburður á löndunum tveimur
 • Titill er á ensku A comparison of punishments and methodologies for young offenders in Iceland and Norway
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Refsingar og önnur úrræði fyrir unga afbrotamenn á Íslandi og í Noregi,samanburður á löndunum tveimur.
  Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman refsingar og önnur úrræði fyrir unga afbrotamenn 15-21 árs á Íslandi og í Noregi, með það fyrir augum að kanna hvort Íslendingar geti lært eitthvað af Norðmönnum í þessum efnum. Ennfremur var litið til þess hvernig hægt væri að mæta kröfum c-liðar 37. gr. sáttmála
  Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hér á landi í ljósi þess hve fámenn við erum en sáttmálinn hefur verið lögfestur í Noregi. Löggjöf landanna beggja er borin saman og kannað hvort börn njóta sambærilegrar verndar í lögum. Síðan er athugað hvernig framkvæmdinni er háttað og hvaða úrræði hafa reynst best til þess að koma í veg fyrir frekari brot að afplánun lokinni. Til þess að varpa ljósi á hvernig refsingar og þau úrræði sem í boði eru á Íslandi nýtast ungum afbrotamönnum var tekið viðtal við Erlend S. Baldursson afbrotafræðing sem starfar hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Að lokum er til samanburðar stuttlega kannað hvernig þessum málum er háttað í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Helstu niðurstöður eru þær að úrræðin eru mjög svipuð í löndunum tveimur en útfærð á mismunandi hátt. Norðmenn eru komnir lengra við að leita annarra úrræða til að refsa ungum brotamönnum en þess að
  loka þá inni í fangelsum. Í ljósi fámennis er unglingafangelsi ekki raunhæfur kostur hér á landi til þess að mæta kröfum c-liðar 37. gr. Þar að auki sýnir reynsla Norðmanna að unglingafangelsi eru ekki líkleg til þess að koma í veg fyrir að ungur fangi brjóti af sér á ný, sem er þvert á markmið stjórnvalda á hér á landi.
  Betra væri að mæta kröfunum með lokaðri deild á meðferðarheimili
  Barnaverndarstofu. Helsti lærdómur sem Íslendingar gætu dregið af Norðmönnum væri að fjölga þeim úrræðum sem miða að því að hjálpa einstaklingnum að takast á við vanda sinn utan fangelsa

 • Útdráttur er á ensku

  A comparison of punishments and methodologies for young offenders in Iceland and Norway.
  The purpose of this thesis is to compare the punishments and other measurements for juvenile delinquency in Iceland and in Norway. The aim is to see whether Iceland could learn anything from Norway in these matters. Moreover the thesis explores whether and how it is possible for Iceland to meet the provisions of subparagraph c Article 37 of the United Nations convention of the Rights of the Child, in the light of its small population. The convention has been incorporated in Norway.
  The legislation of both countries is compared in order to see whether children benefit comparably from protection by the law in either jurisdiction. The various methods implemented by both countries are also examined in terms of effectiveness in preventing recidivism. Erlendur S. Baldursson, a criminologist at the Prison and Probation Administration in Iceland, was interviewed respecting how the penalties and resources available in Iceland work in juvenile delinquency. Further comparisons were made with the other Scandinavian countries, Sweden, Denmark and Finland. Fundamental results show that whilst the laws and methodologies are quite similar in both countries, they are implemented differently. Norway has deployed more resources in the search for new methods of combating youth delinquency, with a focus upon restorative justice rather than incarceration. Given the small population of Iceland, a specialised youth prison for children under 18 years would not be a practical option to meet the provisions of subparagraph c of Article 37, furthermore Norway’s experience with youth prisons showed the rate of recidivism did not reduce amongst former prisoners. It is argued the best option for Iceland would be to have a closed Child Welfare ward. Iceland could draw the conclusion from Norway’s experience that increasing methodologies which aim to help the offender deal with his problems outside prison will be most effective.

Samþykkt: 
 • 26.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerd_Margret_Ran.pdf2.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna