is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12337

Titill: 
 • Sakhæf börn og meðferð þeirra í refsivörslukerfinu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um sakhæfa unga afbrotamenn. Meginmarkmið hennar er að taka saman þær réttarreglur íslensks réttar sem gilda um sakhæf börn á aldrinum 15-18 ára. Þannig á ritgerðin að gefa heildstæða mynd af málsmeðferð sakhæfra ungra afbrotamanna og mögulegum refsiúrræðum. Ritgerðin hefst á umfjöllun um sakhæfisskilyrði og um ítrekaða brotahegðun. Því næst er farið yfir málsmeðferð ungra afbrotamanna í refsivörslukerfinu, frá rannsókn mála til fullnustu refsinga. Fjallað er um ákæruvaldið og ákvörðun um ákæru. Þá er tekið fyrir hlutverk dómsvalds að ákvarða refsingar og gerð grein fyrir þeim refsiákvörðunarástæðum sem sérstaklega er litið til í málum ungra afbrotamanna. Tekin eru fyrir fordæmi í eiginlegum refsingum ungra afbrotamanna annars vegar og hins vegar fjallað um dæmi þess að ungir afbrotamenn hafi verið látnir sæta öðrum refsikenndum viðurlögum. Að lokum er fjallað um fullnustu refsinga og sérstaklega litið á þau úrræði sem standa til boða við afplánun utan fangelsa.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að íslensk löggjöf mætti kveða skýrar á um réttindi ungra afbrotamanna svo hægt sé að taka betur tillit til þarfa þessa einstaka hóps. Sett hafa verið lagaákvæði sem miða að því að vernda sérstaklega þennan hóp, bæði sem sakborninga og dómþola. Þegar kemur að fullnustu refsinga er þó einn galli helstur á íslenskri löggjöf, að ekki hafi verið lögfest hér á landi skylda til að aðskilja sakhæf börn í afplánun frá fullorðnum föngum. Slíkt er þó skilyrði samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og hefur staðið í vegi fyrir lögfestingu hans hér á landi.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with criminally responsible offenders who have not become autonomous due to age. The aim of this thesis is to provide an overview of the laws, conventions and other valid legal measures applicable to criminally responsible children, between the ages of 15-18 years old. The thesis strives to provide a comprehensive insight into court proceedings over criminally responsible children and possible solution in punishment. First the thesis covers conditions for criminal responsibility and repeated criminal conduct. We discuss possible treatments in the legal system, from investigation by the police to the enforcement of punishment. We cover the prosecution of young offenders and the decision of charging them with a crime. The role of the court of law in determining sentences is addressed and special attention is devoted to reasons supporting judgments over young offenders. There is a coverage on precedent‘s in imprisonment and unconventional penalties over criminally responsible children. There is a discussion on the enforcement of punishment with a special focus on possibilities for serving a sentence outside of a prison.
  The main findings of this thesis are that Icelandic legislation addresses the rights of young offenders too vaguely. Legal provisions are in place meant to protect this group, both as defendant‘s and as convicted felons. The legislation for enforcement of punishment is flawed. The obligation to keep young prisoners seperated from adult prisoners in incarceration has not been introduced in the legislation. This is a condition in accordance with the United Nations Convention on the Rights of the Child and has stood in the way of it being fullfilled in Iceland.

Samþykkt: 
 • 26.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sakhæf börn.pdf968.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna