is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12342

Titill: 
 • Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki : rannsókn á þörfum þeirra og stoðumhverfi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þarfir frumkvöðla eru mismunandi og stoðumhverfið mætir þeim þörfum með misjöfnum hætti. Skýrsluhöfundur skipti frumkvöðlum í hópa eftir skilgreiningu General Entrepreneurship Management (GEM), greindi mögulega framþróun frumkvöðla og fyrirtækja þeirra í rekstri og gerði rannsókn á þörfum þeirra skipt eftir þrepum skilgreiningarinnar. Einnig voru rannsóknir sem gerðar hafa verið af GEM og Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) settar fram til að dýpka skilning á þörfum frumkvöðla sem og greiningu á þeim árangri sem náðst hefur í málaflokknum.
  Helstu þarfir sem skýrsluhöfundur greindi voru einna helst á sviði fjármagns, hvort heldur sem það kemur inn í fyrirtækið sem styrkur eða fjárfesting. Einnig mælast hátt þarfir á sviði ýmiskonar ráðgjafar sem og þörf fyrir skattaívilnunum, starfamannakosti og húsnæðisaðstöðu gegn lágum eða engum kostnaði.
  Heilt á litið stendur stoðumhverfið sig ágætlega í að koma til móts við þarfir frumkvöðla, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá stoðumhverfinu og rannsókn skýrsluhöfundar. Svigrúm er samt sem áður talsvert til að gera betur. Sjóðir sem veita styrki mættu vera stærri, upphæðir einstakra styrkja hærri og auka mætti hlut ráðgjafar og aðstoðar er varðar útrás fyrirtækja.
  Rannsóknir GEM sýna að Íslendingar skynja tækifæri og eigin getu til að grípa tækifærin að meira marki en borgarar í nágrannalöndum Íslands. Íslendingar eru líka mun líklegri en aðrar nágrannaþjóðir til að stofna fyrirtæki og finnst frumkvöðlastarfsemi jafnframt vera gott val á atvinnu. Nýta þarf þann drifkraft og áræðni sem í frumkvöðlum á Íslandi býr til að skila til þjóðarinnar fleiri fyrirtækjum, fjölgun starfa og gjaldeyristekna sem og aukinnar nýsköpunar á Íslandi.
  Lykilorð:
  - Þarfir íslenskra frumkvöðla
  - Stoðumhverfi frumkvöðla
  - Styrkir og fjárfestingar til frumkvöðla og sprotafyrirtækja
  - Ráðgjöf fyrir frumkvöðla
  - Sókn á erlenda markaði

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1. 6. 2013
Samþykkt: 
 • 27.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjóla Björk Karlsdóttir.pdf1.83 MBOpinnPDFSkoða/Opna