is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12343

Titill: 
  • Almannaréttur : heimildir landeigenda, almennings og ferðaþjónustuaðila til nýtingar náttúru Íslands
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Maí 2012
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um almannarétt. Hér er tekið á réttindum almennings, landeigenda og ferðaþjónustuaðila til nýtingar á náttúru Íslands. Skoðaðar eru mismunandi tegundir nýtingar, svo sem útivist og nýting hlunninda. Mismunandi heimildir til nýtingar eru eftir landsvæðum, hvort það falli undir eignarland eða þjóðlendu og jafnvel eru aðrar heimildir í þjóðgörðum og friðlöndum. Það er nauðsynlegt fyrir almenning, landeigendur og ferðaþjónustuaðila að vita hvað má og hvað má ekki. Umferð um landið hefur aukist gífurlega á síðustu árum, hvort heldur um innlenda eða erlenda ferðamenn er að ræða. Því er gott að geta haft á hreinu hvað er leyfilegt og hvað ekki. Hér er reynt að fara í flesta þætti þess sem almenningur getur haft áhuga á að gera á ferð sinni um landið. Reynt er að setja efnið fram á skilmerkilegan hátt til þess að sem flestir geti nýtt sér það og er tilgangurinn sá að eftir lesturinn sé hinn almenni borgari um margt fróðari um réttindi sín til nýtingar náttúru Íslands. Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi en reynt er eftir bestu getu að taka á þeim viðfangsefnum sem mest eru nýtt. Meginviðfangsefnið er því að finna út úr því hver réttindi almennings eru, landeigenda og ferðaþjónustuaðila til þess að nýta sér náttúru Íslands á hina ýmsu máta.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis concerns public rights, in particular the rights of landowners and travel agents to make use of the Icelandic nature. Different types of land utilizing will be examined, for example outdoor activities and the use of benefits. Permits differ between areas and it matters whether they are for privately owned sites, national territories, national parks or nature reserves. In general, it is necessary for the public, the owners of the lands and the travel agencies to have a clear knowledge of what is allowed and what is not. The amount of travelling around the country has increased a great deal over the past few years and this goes for both local travellers and tourists. Therefore, it is important to make sure the rules on land utilizing are clear. For this reason, the thesis will be an attempt to cover most of the articles that the public could be interested in doing while travelling in the country. The material will be addressed in the most distinct manner possible in order to allow the greater part of the people to make use of it and will moreover know a greater deal about their rights to utilize the nature of Iceland. This information is not exhaustive but does nevertheless deal with most of the challenges people encounter while travelling through Icelandic nature. The main purpose of this thesis is therefore to discover the rights of the public, the landowners and the travel agents, in order to make use of Icelandic nature applicable and fit for all.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.12.2132.
Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Almannaréttur. heimildir landeigenda, almennings og ferðaþjónustufyrirtækja til nýtingar náttúru Íslands.pdf756.04 kBLokaður til...31.12.2132HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf122.27 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf182.78 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna