is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn í Reykjavík > Lagadeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12345

Titill: 
 • Samkeppnisskilyrði á íslenskum markaði eftir bankahrun 2008
Skilað: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Efni ritgerðarinnar er raunar skipt í tvennt. Í fyrsta lagi skoðar höfundur hvernig Samkeppniseftirlitið hefur brugðist við aðstæðum á íslenskum fjármálamörkuðum í kjölfar bankahrunsins 2008. Gerð er grein fyrir þeim leiðbeiningum sem Samkeppniseftirlitið beindi til banka og slitastjórna í kjölfarið, með það að markmiði að vernda samkeppni. Fjallað er sérstaklega um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 34/2009 en þar tók Samkeppniseftirlitið fram að þeir töldu sig ekki hafa heimildir til þess að beita úrræðum samkeppnislaga þegar bankar væru að endurskipuleggja fyrirtæki eða yfirtaka þau. Það var ekki fyrr en með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 18/2009 sem Samkeppniseftirlitið fékk ákveðnar heimildir til að bregðast við, þ.e. með því að setja yfirtökum banka og slitastjórna á fyrirtækjum ákveðin skilyrði. Það virðist vera að þetta fyrirkomulag hafi einhverju skilað fyrir íslenskt atvinnulíf, enda með þessu fyrirkomulagi verið að þrýsta á banka og slitastjórnir að hraða endurskipulagningar ferlinu enn frekar og þar af leiðandi koma samkeppni í gang.
  Í öðru lagi fjallar höfundur um nýja heimild Samkeppniseftirlitsins, í 16. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005, sem lögfest var með lögum nr. 14/2011. Með henni var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til uppskiptingar fyrirtækis þegar alvarlegar samkeppnishömlur eru taldar til staðar án þess þó að brotið sé gegn bannreglum samkeppnislaga. Innihald heimildarinnar er rakið, sem og ferill málsins á Alþingi. Þá er skoðað hvort að slík heimild geti staðist meðalhófsreglu íslensks réttar og hvort verið sé að ganga gegn eignaréttarvernd 72. gr. stjórnarskrárinnar með lögfestingu heimildarinnar. Að lokum er erlend framkvæmd á svipaðri heimild skoðuð, sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Eftir þó nokkuð ítarlega skoðun á heimildinni verður að telja að mörgum spurningum um beitingu hennar sé enn ósvarað, en þá sé helst hægt að finna svör með því að skoða erlenda réttarframkvæmd þar sem íslenska heimildin er að mestu tekin upp þaðan.

 • Útdráttur er á ensku

  Subject of the thesis can be divided in half. First, the author examines how the Icelandic Competition Authority has responded to the situation in the Icelandic financial markets following the economic collapse of 2008. The directions that the Competition Authority addressed to the Icelandic banks and resolution committees of the banks, in order to protect competition, are outlined. Competition Authority decision no. 34/2009 is covered, where the Competition Authority stated that they felt they did not have powers to apply competition law remedies when banks were restructuring companies or taking them over. It was not until a ruling by the Competition Appeals Committee no. 18/2009 the Competition Authority received specific authority to act, by placing the ownership of banks and resolution committees certain conditions. It seems that this arrangement has some return for the Icelandic economy, as this arrangement has been pushing banks and resolution committees to accelerate the restructuring process even further and therefore enhance competition.
  Secondly the author examines the 16th article of the Icelandic Competition Act, which was legalized with law no. 14/2011. It comprehends that the Competition Authority can impose companies to divest, if it is proved that the ownership is having a harmful effect on the competition. The content of the article is traced, and the curve of the matter in Parliament. Then it is examined whether such authority can resist the principle of proportionality under Icelandic law and whether it is inconsistent with property rights protection of the 72nd article of the Constitution. Finally, foreign source implementation of a similar authority is examined, especially in the U.S. and the UK. Many questions are still unanswered about the application of the 16th article, but it is preferably possible to find answers by looking at foreign source implementation.

Samþykkt: 
 • 27.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berta Gunnarsdóttir - BA ritgerð.pdf390.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna