is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12347

Titill: 
 • Slit skuldarsambanda : fyrirvarar, skilyrði og forsendur
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
 • Maí 2012
Útdráttur: 
 • Fyrirvarar, skilyrði og forsendur við gerð löggerninga geta skipt sköpum þegar kemur að því að enda skuldarsamband löggerningsaðila. Séu þessi atriði gerð með réttum hætti og uppfylli þau skilyrði sem um þau gilda hafa þau oftar en ekki úrslitaáhrif á hvernig slit skuldar-sambanda eiga sér stað. Ritgerðin fjallar um skuldarsambönd sem slitið er á afbrigðilegan hátt, þ.e. þau taka ekki enda eins og lagt var upp með í byrjun. Ritgerðin fjallar um skuldarsambönd, einhliða og tvíhliða og heimildir samkvæmt lögum til að slíta þeim. Í fyrsta lagi er til þess að líta að hvort sem um einhliða eða tvíhliða samningssambönd er að ræða, gilda sömu reglur um slit þeirra.
  Grundvallarregla samningaréttarins er að samninga beri að efna og þegar aðilar fara í samningsgerð hlýtur markmiðið alltaf að vera það að efna samninginn og er þetta gert á þeirri forsendu að gagnaðilinn efni hann einnig fyrir sitt leyti. Margs konar aðstæður geta komið til eftir samningsgerðina þannig að ekki er unnt uppfylla þetta. Í þessari ritgerð verður einblínt á aðstæður sem skapast vegna fyrirvara, skilyrða og forsendna. Aðstæður sem leiða til þess að samningsaðili vill, eða þarf, að slíta skuldarsambandi, geta komið upp vegna þess að fyrirvari eða skilyrði er ekki uppfyllt eða vegna þess að forsendur ganga ekki eftir.

 • Útdráttur er á ensku

  Reservations, conditions and assuptions have to be taken into consideration when legal relationships are ended. It is important that these things are done correctly because they can determine how legal relationships are terminated. This thesis addresses legal debt relationships which are ended in an abnormal way, i.e. they do not end with both of the parties fulfilling their obligations according to the contract they have done. The thesis addresses legal debt relationships, unilateral and bilateral, and authorizations under Icelandic laws to terminate such contractual obligations.
  The fundamental principle of contract law is pacta sunt servanda and when parties go into negotiations their aim must always be to uphold their obligations of their contracts. This is the basic principle and assumption that the parties involved will in fact fulfill their legal obigations. A variety of situations may occur after a deal has been made so the contract cannot be upheld. In this thesis the focus is on situations occuring because of reservations, conditions and assumptions. When unforeseen situations are not taken into consideration they may result in conditions that lead one party to want, or need, to end the legal dept relationship, which can arise because the reservation, condition or assumption in the contract is not fulfilled.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 16.5.2100.
Samþykkt: 
 • 27.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Slit skuldarsambanda.pdf868.29 kBLokaður til...16.05.2100HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf136.04 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf313.46 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Lagaskrá.pdf220.33 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Dómaskrá.pdf111.45 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna