is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/12348

Titill: 
 • Meðalhófsregla við forsjársviptingu : hönd þín skal leiða en ekki meiða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Friðhelgi einkalífs er varin af 71. gr. stjórnarskrárinnar. Í þeirri vernd felst að hver og einn hefur rétt til að lifa lífi sínu án afskipta hins opinbera eða annarra einstaklinga. Undir ákvæðið falla einnig friðhelgi heimilis og fjölskyldu. Í friðhelgi fjölskyldu felst að foreldrar hafa rétt á því að haga uppeldi barna sinna í samræmi við eigin lífsskoðanir og án afskipta hins opinbera. Sú takmörkun er á ákvæðinu að heimilt er vegna hagsmuna annarra að takmarka friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu ef hagsmunir annarra krefjast þess. Barnaverndarlöggjöfin byggir á þessari heimild.
  Markmið barnaverndarlaga er að hverju barni séu tryggðar uppeldisaðstæður í samræmi við velferð þess. Heildstæð barnaverndarlöggjöf á Íslandi á rætur sínar að rekja til laga um vernd barna og ungmenna, nr. 43/1932. Núgildandi barnaverndarlög, nr. 80/2002, hafa að geyma þær meginreglur sem eiga að gilda um velferð barna og þær málsmeðferðarreglur sem barnaverndaryfirvöld skulu lúta í afskiptum sínum af fjölskyldum.
  Sú meginregla birtist í barnaverndarlögunum að barnaverndaryfirvöld skulu gæta meðalhófs í meðferð mála sinna. Meðalhófsregla barnaverndarlaga byggir á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Inntak meðalhófsreglunnar er að stjórnvöld skulu velja það úrræði sem vægast er og gæta hófs í beitingu þess úrræðis sem valið er.
  Almennt er viðurkennd sú regla í stjórnsýsluréttinum að ef stjórnvald hefur ekki gætt að málsmeðferðarreglum skuli ákvörðun ógild. Hins vegar er talið að barnaverndarmál séu stjórnsýslumál sérstaks eðlis, en í því felst að við úrlausn mála skal hagur barnsins ávallt lagður til grundvallar. Hæstiréttur hefur staðfest þá túlkun í dómum sínum að hagur barnsins skuli ávallt ganga framar hagsmunum foreldranna, jafnvel þótt slíkt leiði til þess að ákvörðun stjórnvalds sem bersýnilegir og grófir gallar eru á, nái fram að ganga.

 • Útdráttur er á ensku

  The rule of proportionality in custodial measures
  Respect for privacy, home and family life is protected by article 71 of the Constitution. Respect for family life is considered to be the right of a family to be together and to live a family life as they please. Despite the protection of article 71, it has its limitations. One of those is that childcare officials can interfere in the family life if it is done in accordance with written law and is necessary because of the rights of the child.
  Whenever childcare officials find it necessary to interfere in the life of a family they need to respect the principles of proportionality.
  It is commonly acknowledged that when official powers do not respect the principles of proportionality, their decision is invalid. That does not necessarily apply to these cases. If a judge finds the procedure of the childcare officials to be inadequate but the decision none the less is in the best interest of the child, the judge can determine that the decision holds. In judgments form Hæstiréttur it is clearly stated that although officials did not respect the principle of proportionality the act was in the best interest of the child and there for the decision held.

Samþykkt: 
 • 27.6.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/12348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Rúnarsdóttir, MEÐALHÓFSREGLA VIÐ FORSJÁRSVIPTINGU.pdf427.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna