is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1235

Titill: 
  • Stam : hvað er stam og hvernig ber að bregðast við því innan skólans?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Talmeinið stam er einna mest rannsakaði talgallinn í heimi en þrátt fyrir það er ekki
    hægt að skýra orsakir hans. Helstu einkenni stams eru endurtekningar hljóða eða orða,
    lenging hljóða og festing eða lokun fyrir loftstrauminn sem lýsir sér í mikilli spennu í
    talfærum. Það er mjög misjafnt við hvaða aðstæður fólk stamar, sumir stama mikið en
    aðrir lítið. Samhliða staminu þróast mjög oft ýmis aukaeinkenni sem verða gjarnan
    meira áberandi en stamið sjálft. Tíðni stams á meðal fullorðinna er um 1% en ef taldir
    eru með allir þeir sem einhvern tíma hafa stamað fer tíðnitalan upp í 5%. Ástæða þess
    er sú að mjög algengt er að börn byrji að stama en vaxi upp úr því. Mun líklegra er að
    stúlkur vaxi upp úr stami en drengir. Stami barn enn þegar það hefur grunnskólagöngu
    eru miklar líkur á því að það muni stama alla ævi.
    Líf þeirra sem stama stjórnast oft af staminu. Það virkar gjarnan sem félagsleg
    fötlun þar sem að einstaklingarnir sem stama draga sig til hlés og forðast að miklu
    leyti samskipti við annað fólk. Jafnframt getur það haft áhrif á framtíðarstörf þessara
    einstaklinga þar sem að þeir treysta sér oft ekki í frekara nám þegar grunnskóla líkur
    vegna hræðslu við að tala fyrir framan annað fólk. Aðeins hluti stamsins er
    heyranlegur og sýnilegur, innra með þessum einstaklingum brjótast margvíslegar
    tilfinningar sem erfitt getur verið að vinna úr. Ýmsar kenningar eru uppi um orsakir
    stams og byggjast þær á líffræðilegum þáttum, umhverfisáhrifum og málþroska þeirra
    sem stama. Í grunnskólum landsins stama að meðaltali um einn til tveir af hverjum
    hundrað nemendum. Það er mjög misjafnt hvaða aðstoð þessir nemendur fá innan
    veggja skólanna. Æskilegt er að þeir fái aðstoð talmeinafræðinga en jafnframt er
    ýmislegt sem kennarar geta gert til að auðvelda þessum nemendum skólagönguna.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Árnadóttir_e.pdf93.41 kBOpinnStam - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Ásdís Árnadóttir_h.pdf101.82 kBOpinnStem - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Ásdís Árnadóttir_heild.pdf281.88 kBTakmarkaðurStam - heildPDF
Ásdís Árnadóttir_u.pdf97.61 kBOpinnStam - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna